Telji einhver rétti sínum hallað með ályktun byggingarnefndar eða sveitarstjórnar, er honum heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðar [umhverfisráðherra]2) innan þriggja mánaða, frá því honum varð kunnugt um ályktunina. [Umhverfisráðherra]2) skal kveða upp úrskurð sinn um ágreininginn innan þriggja mánaða frá áfrýjun, og skal hann áður hafa leitað umsagnar hlutaðeigandi sveitarstjórnar (byggingarnefndar) og skipulagsstjórnar.
1)L. 37/1993, 36. gr.2)L. 47/1990, 15. gr.
IV. kafli.Byggingarleyfisumsóknir og byggingarleyfi.