Norðurlandasamningur um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 14:13:01 (6424)

1996-05-22 14:13:01# 120. lþ. 144.10 fundur 493. mál: #A Norðurlandasamningur um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu# frv. 66/1996, Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur

[14:13]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Hér liggur fyrir til 2. umr. frv. til laga um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta breytingar á Norðurlandasamningnum um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu. Þessar breytingar eru kenndar við Arendal í Noregi þar sem þær voru staðfestar af ráðherrum landanna 14. júní 1994.

Nefndin hefur kynnt sér málið og fengið til fundar við sig meðal annarra sérfræðinga úr félmrn. Það er skoðun nefndarmanna að eðlilegt sé að staðfesta þær breytingar sem hér er gerð tillaga um. Hér er um að ræða einn af grundvallarsáttmálunum í hinu norræna samstarfi, félagsmálasáttmála Norðurlandanna og verið að aðlaga hann breyttum tímum. Við í utanrmn. teljum að eðlilegt sé og sjálfsagt að staðfesta samninginn og leggjum til að frv. verði samþykkt.