Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:13:57 (8269)

2001-05-19 10:13:57# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), SvH
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:13]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það mun hafa verið í orðræðum frú Mettu og Jóns Hreggviðssonar í Kaupinhafn á sinni tíð að Jón lýsir því yfir að enn einn ganginn hafi kjafturinn á sér snúist rangsælis. Það henti að vísu þann sem hér stendur þegar hann átti sæti í þessum stól. Eigum við nú ekki, af því að menn vilja skemmta sér, hv. þm. frú Sigríður líka, að sættast á að þannig hafi þetta orðið í þetta skiptið og láta þar við sitja?