Útlendingar

Mánudaginn 29. apríl 2002, kl. 22:32:28 (8432)

2002-04-29 22:32:28# 127. lþ. 132.19 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv. 96/2002, Frsm. minni hluta GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 127. lþ.

[22:32]

Frsm. minni hluta allshn. (Guðrún Ögmundsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Jú, það var einmitt þetta með víkkunina --- við vorum t.d. að tala um stjúpbörn og börn sem orðin eru eldri en 18 ára en eru samt sem áður börnin manns þó að þau séu orðin 19, rétt þeirra o.s.frv. Ég veit að formaðurinn man vel eftir þeirri umræðu í nefndinni hvort við ættum ekki að taka það inn. Það var örlítið víkkað í atvinnuréttindafrv. en ekki nægjanlega og eru þá einmitt brtt. þar að lútandi. Þetta lýtur fyrst og fremst að slíkri skilgreiningu --- erum við ekki enn með þetta í feðra... hvernig segir í lögunum? (Gripið fram í.) Feðgatalið sem ég held að ekki nokkur útlendingur skilji en það er kannski annað mál. (Gripið fram í.) Feðgatal, já, já, læra allt um Gunnar og Geir og Hlíðarenda og Hávamál o.s.frv. En það var fyrst og fremst það að tekið yrði tillit til bæði stjúpbarna og þeirra barna sem eru eldri en 18 ára, og þess vegna til 25 ára, að við kvæðum á um að þau gætu verið líka. Það gekk ekki.