Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 340. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1182  —  340. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun).

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Efnismálsgrein b-liðar 1. gr. orðist svo:
             Karl og kona sem eru samvistum og uppfylla, eftir því sem við á, skilyrði II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993, geta fengið sambúð sína skráða í þjóðskrá. Sama gildir um fólk af sama kyni, sbr. 2. gr. laga um staðfesta samvist, nr. 87/1996. Fólk í skráðri sambúð á sama lögheimili og skal upphaf hennar miðað við þann dag er beiðni er lögð fram.
     2.      2. gr. orðist svo:
             Á eftir orðunum „karl og konu“ í 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða tvo einstaklinga af sama kyni.
     3.      3. gr. orðist svo:
             Við 100. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     4.      4. gr. orðist svo:
             Við 2. mgr. 19. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     5.      5. gr. orðist svo:
             Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 44. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     6.      Efnismálsgrein 6. gr. orðist svo:
             Ákvæði í lögum þessum um hjón og maka eiga einnig við um karl og konu í óvígðri sambúð eða sambúð af öðru tagi sem staðið hefur samfleytt í eitt ár. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð karls og konu sem skráð er í þjóðskrá enda eigi þau barn saman, von á barni saman eða sambúðin hefur verið skráð í eitt ár samfellt hið skemmsta. Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     7.      7. gr. orðist svo:
             Á eftir 2. málsl. 7. mgr. 17. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     8.      8. gr. orðist svo:
             Á eftir 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     9.      9. gr. orðist svo:
             Á eftir 2. málsl. 3. mgr. 12. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     10.      10. gr. orðist svo:
              Á eftir 2. málsl. 5. mgr. 11. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir     um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     11.      XI. kafli ásamt fyrirsögn orðist svo:

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

                  a.      (11. gr.) 3. mgr. 62. gr. laganna orðast svo:
                      Karl og kona í óvígðri sambúð eiga rétt á að telja fram og vera skattlögð sem hjón, sem samvistum eru, enda óski þau þess bæði skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð karls og konu sem skráð er í þjóðskrá enda eigi þau barn saman eða von á barni saman eða sambúðin hefur verið skráð í samfellt eitt ár hið skemmsta. Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
                  b.      (12. gr.) Við 1. mgr. 80. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.
     12.      XII. kafli, 12. gr., falli brott.
     13.      A-liður 16. gr. orðist svo: Í stað orðanna „Hjón eða karl og kona sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu bæði standa“ í 1. mgr. kemur: Hjón, einstaklingar í staðfestri samvist eða einstaklingar sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu standa saman.
     14.      Við 17. gr. bætist nýr stafliður, b-liður, svohljóðandi: Á eftir a-lið kemur nýr stafliður svohljóðandi: ætla megi að barninu sem til verður við aðgerðina verði tryggð þroskavænleg uppeldisskilyrði.
     15.      Inngangsmálsliður 19. gr. orðist svo: Í stað 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi.
     16.      Efnismálsliður a-liðar 23. gr. orðist svo: Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um barn konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð sem getið er við tæknifrjóvgun samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun gilda ákvæði 2. mgr. 6. gr.
     17.      Efnismálsgrein a-liðar 24. gr. orðist svo:
             Kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á samvistar- eða sambúðarmaka sínum samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun er kjörmóðir barns sem þannig er getið.
     18.      Við 25. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um yfirlýsingu móður þegar 2. mgr. 6. gr. laganna á við.
                  b.      C-liður orðist svo: Fyrirsögn greinarinnar verður: Skráning barns í þjóðskrá.
     19.      27. gr. orðist svo:
              Við 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna bætist: eða kjörmóðir skv. 2. mgr. 6. gr.
     20.      Við 28. gr. Í stað orðanna „foreldri barns“ í a-lið komi: kjörmóðir skv. 2. mgr. 6. gr.
     21.      29. gr. orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
                  a.      Á eftir orðunum „föður barns“ í 1. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.
                  b.      Á eftir orðinu „barnsföður“ í 2. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.
                  c.      Á eftir orðinu „mann“ í 3. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.
     22.      36. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2006.