Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 864  —  582. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hefur ráðherra fengið styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra til eigin verkefna? Ef svo er, hversu háar fjárhæðir og til hvaða verkefna? Sundurliðun óskast fyrir sl. fimm ár.
     2.      Eru heimildir til slíkra styrkja og hvar er þær að finna?
     3.      Hefur ráðherra veitt styrki úr sjóðnum til þriðja aðila, annarra en öldrunarstofnana? Ef svo er, til hverra og í hvaða tilgangi? Sundurliðun óskast fyrir sl. fimm ár.
     4.      Í hvað hafa styrkir farið sem flokkast undir liðinn „ráðherra og aðrir styrkir í yfirliti yfir greiðslur úr sjóðnum frá 2006? Svar óskast sundurliðað eftir fjárhæðum, verkefnum og styrkþegum.
     5.      Hafa styrkþegar, sem fengið hafa greiðslur úr sjóðnum af liðnum „aðrir styrkir , verið upplýstir um að greiðslurnar væru úr Framkvæmdasjóðnum?
     6.      Í hvað er sú upphæð ætluð sem í yfirliti um áætlaðar greiðslur úr sjóðnum á þessu ári er á liðnum „aðrir styrkir – verkefni, kynningarefni og ýmis minni verkefni og nemur 15 millj. kr.?


Skriflegt svar óskast.