Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Þriðjudaginn 10. febrúar 2009, kl. 15:59:26 (3530)


136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

279. mál
[15:59]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir fræðsluna. Ég held að það sé enginn misskilningur hér á ferðinni. Ég átta mig alveg á því að ef menn taka fjárhæðir af bundnu sparnaðarformi og færa yfir í niðurgreiðslu skulda er það tilfærsla af þessu tagi.

Það breytir ekki því að sá sem stendur fyrir útgreiðslunni þarf með einhverjum hætti að leysa það mál, mæta þeirri þörf og það er það sem snýr þá að vörsluaðilum sjóðanna. Þetta hefur auðvitað verið þaulrætt og skoðað með þeim. Ég bara endurtek orð mín frá því áðan, ég held að aðstandendur frumvarpsins gerðu rétt í því að fá sérfræðinga til sín og skoða hvernig þetta snýr að þeim.