Fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Fimmtudaginn 20. nóvember 2008, kl. 18:43:07 (1317)


136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[18:43]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Jón Magnússon verður að eiga það við sjálfan sig ef hann er ekki sáttur við þau svör sem hann fær við spurningum sem hann ber fram. Hann spurði mig tveggja spurninga og ég svaraði þeim. Ég get svarað þeim aftur: Ég treysti Sjálfstæðisflokknum, stefnu hans, Samfylkingunni, og stefnu þess flokks, til að leiða þjóðina út úr þeim vandræðum sem við blasa. Það er kristaltært.

Það er eins og hv. þingmaður hafi aldrei heyrt þess getið að skipta megi um fólk í ríkisstjórnum. Ríkisstjórnir eru fulltrúar flokka og þar má skipta um fólk eins og annars staðar, (JM: Stendur það til?) hv. þm. Jón Magnússon. Það stendur sem ég sagði áðan: Ég styð stefnu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til þess að koma þjóðinni út úr þeim vandræðum sem við blasa en ég treysti ekki stjórn Seðlabanka Íslands. Flóknara er það ekki, hv. þm. Jón Magnússon.