Skipun stjórnlagaráðs

Fimmtudaginn 03. mars 2011, kl. 14:42:54 (0)


139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[14:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hafði orð á því að ræða mín hefði verið einkennileg. Það má vel vera, en hún staðfesti það hins vegar sem mig minnti, að við hefðum setið saman í allsherjarnefnd í fyrra. Mér fannst ræða hennar ekki einkennileg en ég skildi ekkert í henni.

Mig langar hins vegar til að spyrja hana vegna þess að hún svaraði ekki spurningu minni: Er það ekki rétt munað hjá mér — ég mundi það rétt að við sátum saman í allsherjarnefnd, og er það þá ekki líka rétt munað hjá mér að hv. þingmaður hefur almennt verið á móti því að setja á fót stjórnlagaþing þó að hún hafi samþykkt það í því breiða ferli, ef svo má kalla það, sem samkomulag varð um í allsherjarnefnd í fyrra og hér í þinginu?