Stjórn vatnamála

Þriðjudaginn 30. nóvember 2010, kl. 17:25:22 (0)


139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:25]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get svo sem ekki annað gert en taka undir þessar vangaveltur hv. þingmanns því það er rétt að við þyrftum að huga að því. Það væri í anda þeirrar góðu skýrslu sem hér var afgreidd 63:0 aðeins fyrr á árinu þar sem við ætluðum að endurmeta og endurskoða öll okkar vinnubrögð.

Ég vil sérstaklega nota tækifærið og þakka hv. umhverfisnefnd vinnu sína, þar með talið þeim þingmanni sem hér spyr, og að gætt sé að því að sú forgangsröðun sem rökstudd hefur verið með ýmsu móti, eins og þingmaðurinn réttilega bendir á, sé höfð að leiðarljósi, a.m.k. sé eftir henni hlustað þegar nefndin gengur til sinna starfa. Það er til marks um góða og uppbyggilega vinnu og gott samstarf milli þingnefndarinnar og ráðuneytisins.