Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands

Föstudaginn 11. maí 2012, kl. 11:26:55 (9742)


140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta væri gott mál ef það hefði komið í byrjun kjörtímabils og segði greinilega hvar verkefni og stofnanir ættu heima í skipuriti ríkisins. Það kemur hins vegar allt of seint. Það er óklárt, það vantar svör. Þrátt fyrir langa umræðu höfum við ekki fengið svör við því hvert hlutverk auðlindaráðuneytisins sé, hvar Hafrannsóknastofnun eigi að vera, hvar Hagstofan o.s.frv. Hættan er sú að þetta valdi bara kostnaði og þegar það verður samþykkt valdi þetta hagsmunatogi í reykfylltum herbergjum þar sem hver muni reyna að ota sínum tota. Svo er hættan sú að um það leyti sem þetta fer í gagnið verði komið nýtt skipurit með nýrri ríkisstjórn.

Ég skora á hv. þingmenn að segja nei við þessari óvissu og skammæju tilraun.