Fjárlög 2012

Miðvikudaginn 30. nóvember 2011, kl. 17:35:57 (2275)


140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég er eins ósammála hæstv. velferðarráðherra og hugsast getur um að í lögum nr. 40/2007 standi eitthvað um að fara í þá vegferð sem ríkisstjórnin fer í niðurskurði í heilbrigðismálum. Það stenst engin rök. Ég spyr líka: Er álit meiri hluta velferðarnefndar sem í sitja samflokksmenn hæstv. velferðarráðherra dautt og ómerkt? Þar er ítrekað gagnrýnt að farið sé í niðurskurð án undangenginnar umræðu og stefnu.

Það er alvarlegt að hafa þessi mál í flimtingum. Þetta er grafalvarlegt. Fólkið úti á landi er ósátt og það er ekki ósátt „af því bara“. Það hefur ástæðu til að vera ósátt. Mig langar til að spyrja hv. þm. Sigmund Erni Rúnarsson og hæstv. velferðarráðherra: Hver ber ábyrgð á þessum niðurskurði?

(Forseti (RR): Hér gera menn grein fyrir atkvæði sínu en spyrja ekki aðra hv. þingmenn í atkvæðaskýringu.)