Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1134  —  667. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um vöruinnflutning frá Kína
eftir staðfestingu fríverslunarsamnings.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hvert var verðmæti innfluttrar vöru frá Kína eftir staðfestingu fríverslunarsamnings Íslands og Kína hinn 1. júlí 2014 til 28. febrúar sl. og hversu mikið jukust viðskiptin frá fyrra ári?
     2.      Hversu margar sendingar nutu fríðindameðferðar í samræmi við fríverslunarsamninginn á árinu 2014 og það sem af er þessu ári?
     3.      Hvert var verðmæti vöru frá Kína sem flutt var inn með fríðindameðferð frá 1. júlí 2014 til 28. febrúar sl.?
     4.      Hvert var verðmæti vöru, þar sem Kína er upprunaland, sem flutt var inn án fríðindameðferðar frá 1. júlí 2014 til 28. febrúar sl. (sundurliðað eftir mánuðum)?
     5.      Hversu mörg fyrirtæki fluttu inn vörur frá Kína á árinu 2014 og þessu ári (janúar – mars) eftir staðfestingu fríverslunarsamnings landanna?
     6.      Hvert var heildarverðmæti fatnaðar og skóvöru sem flutt var inn frá Kína a) án tollfríðinda, b) með fríðindameðferð frá 1. júlí 2014 til 28. febrúar sl. (sundurliðað eftir mánuðum)?
     7.      Hver er lækkun á tollum vegna fríverslunarsamnings við Kína í heild frá 1. júlí 2014?
     8.      Hvert var verðmæti og fjöldi póstsendinga til einstaklinga frá Kína á árinu 2014 eftir staðfestingu fríverslunarsamnings landanna og hver var aukningin frá fyrra ári?
    Í svarinu óskast verðmæti miðað við tollverð.


Skriflegt svar óskast.