Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1217  —  723. mál.




Fyrirspurn



til um­hverfis- og auðlindaráðherra um vistvæn ökutæki.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hefur ráðherra mótað framtíðarstefnu um notkun vistvænna ökutækja í starfsemi ríkisins, þ.e. ökutækja sem nota endurnýjalega orkugjafa? Ef svo er, hver er stefnan í stuttu máli?
     2.      Hefur ráðherra mótað stefnu við kaup og leigu slíkra ökutækja til notkunar í starfsemi rikisins? Ef svo er, hver er hún í stuttu máli?
     3.      Hefur ráðherra stefnu sem snýr að því að auka hlutfall vistvænna ökutækja hér á landi? Ef svo er, hver er stefnan í stuttu máli?
     4.      Hver er stefnumótun ráðherra út frá um­hverfissjónarmiðum þegar kemur að endurnýjun ráðherrabifreiða?


Skriflegt svar óskast.