Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1235  —  208. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um sölu fasteigna og skipa.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


1.      3. mgr. 3. gr. falli brott.
2.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Fasteignasala ber sjálfum að sinna þeim verkefnum sem löggilding hans nær til og ákvæði þessa kafla taka til.
                  b.      Á eftir 2. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Honum er þó aldrei heimilt að fela öðrum eftirfarandi verkefni: alla meginskjalagerð, svo sem samningu söluumboðs, gerð söluyfirlits, tilboðsgerð, kaupsamningsgerð og afsalsgerð, ráðgjöf til kaupanda og seljanda, setu á fundi þar sem kaupandi eða seljandi undirritar skjöl, gerð verðmats, skoðun fasteignar og fjárhagslegt uppgjör.
                  c.      Á eftir 3. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sölumaður má ekki hafa hlotið dóm fyrir brot á ákvæðum XVI., XVII., XX., XXVI. eða XXVII. kafla almennra hegningarlaga, verið dæmdur í fangelsi samkvæmt ákvæðum annarra laga eða ítrekað brotið gegn ákvæðum laga þessara, laga nr. 99/2004 eða reglugerða settra samkvæmt þeim.
3.      2. mgr. 14. gr. orðist svo:
                 Fasteignasala er óheimil milliganga um kaup og sölu á fasteign ef
                  a.      hann eða maki hans, starfsmaður hans eða maki starfsmanns er eigandi hennar eða verulegs hluta hennar,
                  b.      hann er eða hefur verið maki eiganda, skyldur eða mægður eiganda í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur eiganda með sama hætti vegna ættleiðingar,
                  c.      hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni eiganda með þeim hætti sem segir í b-lið, eða
                  d.      að öðru leyti eru fyrir hendi aðstæður sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
4.      1. málsl. 15. gr. orðist svo: Fasteignasali skal í hvívetna leysa af hendi störf sín svo sem góðar viðskiptavenjur og siðareglur bjóða.
5.      Við 16. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Fasteignasala ber að halda og sitja fundi seljanda og kaupanda við gerð kauptilboðs og kaupsamnings og staðfesta skjölin með undirritun sinni. Vottun fasteignasala á undirritun seljanda og kaupanda á kauptilboði eða kaupsamningi telst nægileg staðfesting viðkomandi skjala af hans hálfu.