Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1044, 150. löggjafarþing 618. mál: lyfjalög (bann við útflutningi lyfja).
Lög nr. 13 3. mars 2020.

Lög um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (bann við útflutningi lyfja).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 2020.