Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2013–2023 (Sjálfstæðisflokkur).

8. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 23. janúar 1966. Foreldrar: Benedikt Haraldsson (fæddur 20. ágúst 1924, dáinn 17. september 1995) bóndi á Vestri-Reyni og Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir (fædd 3. desember 1928, dáin 4. júlí 2008) húsmóðir og bóndi á Vestri-Reyni. Maki: Lilja Guðrún Eyþórsdóttir (fædd 26. ágúst 1964) ráðunautur og bóndi á Vestri-Reyni. Foreldrar: Eyþór Einarsson og Guðborg Aðalsteinsdóttir. Börn: Benedikta (1996), Eyþór (2001), Guðbjörg (2008).

Búfræðipróf frá Hvanneyri 1984.

Bóndi á Vestri-Reyni síðan 1995 og bæjarstjóri Akraneskaupstaðar síðan 2023.

Í stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1996–1998 og síðar Búnaðarsamtaka Vesturlands 1999–2005, formaður 2002–2005. Fulltrúi á búnaðarþingi frá 2001. Formaður Bændasamtaka Íslands 2004–2013. Í verðlagsnefnd búvöru og í framkvæmdanefnd búvörusamninga 2004–2013. Í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2005–2013. Í miðstjórn NBC, Samtaka bænda á Norðurlöndum, 2004–2013, formaður 2008–2010. Formaður stýrihóps á vegum innanríkisráðuneytisins um Ísland ljóstengt 2015–2018. Formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs 2016–2018.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2013–2023 (Sjálfstæðisflokkur).

8. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Atvinnuveganefnd 2013–2016, 2020–2021 og 2021–2023, fjárlaganefnd 2013–2016 (formaður 2016), 2017 (formaður 2017), 2017–2021 og 2021–2023, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017.

Æviágripi síðast breytt 15. maí 2023.

Áskriftir