Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason
  • Embætti: Varaformaður þingflokks
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Sauðárkróki 29. október 1983. Foreldrar: Árni Egilsson (fæddur 1. september 1959) skrifstofustjóri, bróðir Vilhjálms Egilssonar fyrrverandi alþingismanns, og Þórdís Sif Þórisdóttir (fædd 1. febrúar 1962) stuðningsfulltrúi. Maki: Sigurlaug Pétursdóttir (fædd 24. desember 1981) snyrtifræðingur. Foreldrar: Pétur Gíslason og Guðrún Bjarnadóttir. Synir: Pétur Þór (2010), Patrekur Árni (2012), Andri Steinn (2014).

Stúdentspróf FNV 2004. Lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins 2006. Ökukennararéttindi frá símenntunardeild HÍ 2009. BA-próf í lögfræði HR 2013, ML-próf í lögfræði HR 2015.

Almenn sveita-, verslunar- og skrifstofustörf með námi. Rekstur Hofsprents ehf. 2002–2007. Lögreglustörf hjá sýslumanninum á Sauðárkróki 2004–2005. Lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2006–2008 og hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum 2008–2013.

Formaður Víkings, félags ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði, 2003–2006. Formaður Freyju, félags ungra Sjálfstæðismanna í Grindavík, 2008–2013. Í stjórn Landssambands lögreglumanna 2008–2012. Í stjórn Lögreglufélags Suðurnesja 2009–2011. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur 2010–2012. Formaður þingmannahóps á vegum innanríkisráðherra um útdeilingu viðbótarfjármagns til lögreglunnar 2013–2014, á sæti í starfshópi um gerð löggæsluáætlunar síðan 2014, formaður starfshóps innanríkisráðherra um endurskoðun á lögreglunámi 2015, átti sæti í starfshópi um gerð hvítbókar um samgöngumál sem og í starfshópi umhverfis- og auðlindaráðherra um sameiningu skógræktarverkefna 2015. Í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs síðan 2015, varaformaður síðan 2018. Í Þingvallanefnd 2017–2022 og 2022– (formaður 2017, varaformaður 2018–2022). Í nefnd um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs síðan 2018. Í þingmannanefnd um málefni barna síðan 2018. Í stjórn flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði síðan 2018. Í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans síðan 2018.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2016 og 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2016, 2017–2021 og 2021– (formaður), velferðarnefnd 2017 og 2017–2021, fjárlaganefnd 2021–, undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021, kjörbréfanefnd 2021.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–2021.

Ritstjóri: Ferðafélaginn, ferðahandbók Íþróttafélags lögreglumanna.

Æviágripi síðast breytt 31. mars 2022.

Áskriftir