Auður Auðuns

Auður Auðuns

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga maí 1947 og október 1948.

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1970–1971.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 18. febrúar 1911, dáin 19. október 1999. Foreldrar: Jón Auðunn Jónsson (fæddur 17. júlí 1878, dáinn 6. júní 1953) alþingismaður og kona hans Margrét Guðrún Jónsdóttir (fædd 27. apríl 1872, dáin 12. mars 1963) húsmóðir. Maki (11. ágúst 1936): Hermann Jónsson (fæddur 23. desember 1912, dáinn 28. september 1969) hæstaréttarlögmaður, fulltrúi tollstjórans í Reykjavík. Foreldrar: Jón Hermannsson, mágur Eggerts Pálssonar alþingismanns, og kona hans Ásta Pétursdóttir Thorsteinsson, dótturdóttir Guðmundar Einarssonar prófasts og alþingismanns. Börn: Jón (1939), Einar (1942), Margrét (1949), Árni (1954).

Stúdentspróf MR 1929. Lögfræðipróf HÍ 1935.

Stundaði málflutning á Ísafirði 1935–1936. Lögfræðingur mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur 1940–1960. Borgarstjóri í Reykjavík (ásamt Geir Hallgrímssyni) 19. nóvember 1959 — 5. október 1960. Skipuð 10. október 1970 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júlí.

Skipuð 1945 í nefnd til að vera stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar og aðstoðar, 1946 í endurskoðunarnefnd framfærslulaga og laga um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, 1954 í endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga og 1961 í sifjalaganefnd og átti þar sæti til 1978. Bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík 1946–1970, forseti bæjarstjórnar, síðar borgarstjórnar 1954–1959 og 1960–1970. Í útvarpsráði 1975–1978. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967. Formaður sendinefndar Íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkóborg 1975.

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga maí 1947 og október 1948.

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1970–1971.

Æviágripi síðast breytt 18. september 2019.

Áskriftir