139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[15:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í máli mínu áðan sagði ég að mér fyndist að semja ætti í deilumálum frekar en að fara með þau fyrir dómstól ef á borðinu liggur ásættanlegur samningur. Ég tel að þessi samningur sem liggur á borðinu sé ásættanlegur og það sé nauðsynlegt og ábyrgt að líta til þeirrar áhættu sem við tökum ef við látum málið fara fyrir dómstóla og þann kostnað. Við höfum líka ábyrgð gagnvart því atvinnulausa fólki sem býr við langtímaatvinnuleysi (Gripið fram í.) með öllum þeim félagslegu vandamálum sem því fylgja. Ef við metum ekki stöðuna og horfum á raunveruleikann erum við ekki að sýna ábyrga stjórnun. (HöskÞ: Leysist vandi atvinnulausra?)