141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála.

138. mál
[16:10]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Ég segi já við breytingartillögunni og ég sagði já áðan við atkvæðagreiðslunni um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála. Ég ætla að nota tækifærið fyrst ég er kominn í stólinn og segja já við frumvarpinu í heild sinni á eftir og lýsa mikilli ánægju minni yfir því að málið skuli loksins vera til lykta leitt á Alþingi. Það hefur mikinn og góðan hljómgrunn og hefur verið unnið að því vel og lengi. Þetta hefði mátt gerast fyrr en betra er seint en aldrei.

Ég er alveg viss um, virðulegi forseti, að við erum að stíga góð skref. Þetta er vinna sem hófst fyrir nokkuð mörgum árum síðan í minni samgönguráðherratíð eftir stjórnsýsluúttekt sem gerð var og mikla og faglega vinnu vinnuhópa sem sett var í gang í framhaldi af því. Hér er sem sagt afraksturinn af því og ég óska okkur til hamingju með að klára það þótt seint sé.