141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála.

138. mál
[16:11]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Við sjálfstæðismenn höfum gert grein fyrir því að okkur þyki þetta mál ekki nægilega vel undirbúið. Því styðjum við að gildistökunni verði frestað svo að betri tími vinnist til þess að undirbúa þetta betur og framkvæmdin verði þannig að sómi verði að.

Ég vek athygli á þeim ummælum hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar þegar hann lýsir því að ekki hafi verið orðið við óskum um að aðilar kæmu á fund nefndarinnar til þess að gera grein fyrir meðal annars reynslu annarra þjóða. Það gerist of oft í þinginu, virðulegi forseti, að það skorti á málsmeðferðina. Ég minnist yfirlýsinga margra hv. þingmanna um nauðsyn þess að vanda vinnubrögð, um gegnsæi og samvinnu. Þessi vinnubrögð eru ekki í samræmi við það.