141. löggjafarþing — 104. fundur,  15. mars 2013.

afgreiðsla mála á dagskrá.

[14:50]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forseta skýringarnar en ég ætla engu að síður láta í ljós undrun mína á því af því að við erum hér á síðustu dögum þingsins og menn hafa samið um með hvaða hætti dagskráin eigi að ganga eftir. Svo kemur í ljós að við það er ekki staðið. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson kemur hingað og segist hafa verið hér í húsi og geti mælt fyrir máli nr. 8 og er það vel, en ég ætla að vona að það sem við horfum á nú sé ekki fyrirboði þess að ekki verði staðið við það sem um er samið.