143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það er í atkvæðagreiðslu um þessa tillögu sem dregst kannski skýrast fram áherslumunurinn milli stjórnarflokkanna og margra í minni hlutanum á þingi. Tillagan gengur út á að vinda ofan af hluta þeirra skattahækkana sem allir þeir sem eru með meira en 240 þús. kr. í laun þurftu að taka á sig eftir fall fjármálakerfisins. Við leggjum til skattalækkun á alla þá sem greiða tekjuskatt í milliþrepinu. Þeir fengu áður skattahækkun. Menn geta tekist á um útfærsluna, en hér er verið að leggja til að það verði engin skattalækkun. Þess vegna er ekki annað hægt en að segja nei. Við eigum að forgangsraða í þágu þess að auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu.