143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:20]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. forseti svaraði ekki alveg spurningu minni. Ég spurði: Málið fer til nefndar. Það er komið á hreint. En hvað svo? Ég tek því þannig að minn skilningur sé réttur ef ég fæ ekkert svar í þessari lotu í umræðu um störf forseta, að málið fari til nefndar, komi síðan aftur inn í þingið til umræðu og það sé ekki fyrr en að þeirri umræðu lokinni sem tillaga hæstv. utanríkisráðherra kemur á dagskrá til fyrri umræðu.

Ég vil fá staðfest að sá skilningur minn sé réttur, vegna þess að annars væri það einfaldlega sýndarmennska að senda tillöguna til utanríkismálanefndar. Ástæðan fyrir því að forseti fellst á að utanríkismálanefnd fjalli um skýrsluna hlýtur að vera að vinnubrögðin eigi að vera eins og ég hef lýst. Heyri ég ekkert frá forseta um það lít ég svo á að (Forseti hringir.) svo verði.