144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

29. mál
[18:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er með tvær spurningar til hv. þingmanns. Annars vegar velti ég fyrir mér hvort ekki hafi komið upp eitthvert sjónarmið í kringum þetta mál um sveitarfélög sem eru nálægt hvert öðru. Fólk getur oft notað þjónustu annarra sveitarfélaga að einhverju leyti, ýmist beint eða óbeint, hvort ekki séu líkur á því að það verði einhvers konar vandamál.

Sömuleiðis langaði mig að spyrja fyrst sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna er tryggður með stjórnarskrá og nauðsyn á einhverri löggjöf til að réttlæta eitthvað annað en það, ætti þetta þá ekki hreinlega heima hjá dómstólum?