144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

leiðrétting á forsendubresti heimilanna.

[13:57]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Mér fer líkt og sumum fjölmiðlamönnum að ég geri þau mistök að ætlast til þess að hæstv. forsætisráðherra svari spurningum. Hann var spurður að þessu: Meðalskuld lækkar um 1.300 millj. kr. Það þýðir hjá innan við helmingi heimila í landinu að afborgun á mánuði lækkar um 7–9 þús. kr. Heldur hæstv. ráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því fram í fúlustu alvöru að 7–9 þús. kr. á mánuði fyrir innan við helming heimila í landinu sé leiðrétting á forsendubrestinum sem þau urðu fyrir í hruninu? Og hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að verðbólgan með verðtryggingunni muni aftur hækka lánin hjá fólkinu? Að matarskatturinn muni hækka útgjöld þess? Að minni vaxtabætur muni éta upp af þessum 7–9 þús. kr.?

Virðulegi forseti. Skemmst frá sagt, er ekki hættast við því að það séu skattgreiðendur sem muni sjálfir bera þetta? Og er ekki munurinn á 110%-leiðinni og Hörpugjöfinni (Forseti hringir.) sú að 20 milljarðarnir koma (Forseti hringir.) núna úr ríkissjóði? (Gripið fram í.) (SSv: Úr ríkissjóði.)