144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu auknar fjárheimildir til Hafrannsóknastofnunar en ég var aðeins of seinn við síðustu atkvæðaskýringu að biðja um orðið. Ég vil segja að það virðast allir vera sammála um að það þurfi að fjölga opinberum störfum úti á landi. Ég hef ekki heyrt annað í þessari umræðu. Það virðast líka flestir vera sammála um að það þurfi að staðsetja stofnanir í meira mæli úti á landi. Hér hafa verið uppi tillögur um að það verði tilkynnt með fimm, sex, sjö ára fyrirvara. Þetta eru algjörlega óraunhæfar tillögur. Ég held að við ættum frekar að fagna því að höfuðstöðvar Fiskistofu verða staðsettar á Akureyri. Akureyringar fagna þeirri ákvörðun, bæjarstjórnin hefur gert það og samband sveitarfélaga vill bjóða alla þá sem vilja koma með hjartanlega (Forseti hringir.) velkomna til okkar ágæta höfuðstaðar Norðurlands.