144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:08]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti getur ljóstrað því upp að það var ætlun hans að fara að fresta þessari umræðu, en hv. þingmenn höfðu svo margir beðið um orðið, um fundarstjórn forseta, að hann kaus að láta það ekki líta svo út að karlmennsku hans væri við brugðið og hann þyrði ekki að takast á við þessa umræðu um fundarstjórn forseta. Ekki vill forseti taka völdin af hv. þingmönnum, en vilja hv. þingmenn ræða fundarstjórn forseta? (ÖS: Enginn efast um karlmennsku forseta.) (KJak: Enginn efast um …) Forseti fagnar þessum viðurkenningarorðum.