145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:18]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er það sem maður hefur áhyggjur af. Hvernig verður þessum fjármunum ráðstafað? Verður þeim ráðstafað á vettvangi eða verða viðskiptahagsmunir ofan á, eins og varðandi jarðhitaverkefnin? Ég hef það fyrir satt að þeir sem eru í þessum jarðhitaverkefnum þurfi ekkert sérstaklega á þessum stuðningi eða styrkjum að halda sem ráðuneytin láta af hendi í beina þróunarsamvinnu á vettvangi. Ég hef svolitla persónulega reynslu af því í minni fjölskyldu að hafa fólk á vettvangi sem hefur starfað við þessa þjónustu og telur sig hafa einhverjar upplýsingar um það.

Áhyggjur fólks beinast fyrst og fremst að því að minni fjármunir fari til fólksins í beina aðstoð en meira í einhver viðskiptatækifæri og hagsmuni.