145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

tekjustofnar sveitarfélaga.

263. mál
[19:14]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Heiðu Kristínu Helgadóttur fyrir hennar stuttu en skýru ræðu. Hún talaði um sérstakar aðstæður og það er vissulega rétt. Hér er verið að leggja til að þetta gildi fyrir árin 2014–2017 á meðan séreignarsparnaðarleiðin er í gildi.

Mig langar að spyrja hana hvort afstaða hennar til þessa máls og þessara sérstöku aðstæðna mundi eitthvað breytast ef við mundum gera séreignarsparnaðarleiðina varanlega.