Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 298, 121. löggjafarþing 97. mál: almenn hegningarlög (vernd gegn mismunun).
Lög nr. 135 13. desember 1996.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (vernd gegn mismunun).


1. gr.

     Ný 180. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
     Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 233. gr. a laganna:
  1. Í stað orðanna „hóp manna“ kemur: mann eða hóp manna.
  2. Í stað orðanna „kynþáttar eða trúarbragða“ kemur: kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 1996.