Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 963, 136. löggjafarþing 342. mál: almenn hegningarlög (bann við kaupum á vændi).
Lög nr. 54 27. apríl 2009.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. mgr. 202. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Við 206. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, 1. og 2. mgr., svohljóðandi:
     Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
     Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. apríl 2009.