Alþjóða­þingmanna­sambandið

Inter-Parliamentary Union, IPU

Aðalmenn Varamenn

Alþjóðaritari

Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræðingur

Gagnleg vefföng

Markmið, uppbygging og starfsemi

Alþjóða­þingmanna­sambandið (IPU) var stofnað árið 1889 og hefur síðan verið meginvettvangur alþjóðasamstarfs þingmanna. Flest þjóðþing heims eiga aðild að sambandinu. Árið 2019 eiga 178 þjóðþing aðild að Alþjóða­þingmanna­sambandinu, en aukaaðild að sambandinu eiga 12 svæðisbundin þingmannasamtök. Alþingi hefur átt aðild að sambandinu frá 1951.

Í lögum sambandsins segir að markmið þess sé að vinna að friði og samstarfi meðal þjóða og treysta lýðræði og þjóðkjörin fulltrúaþing í sessi. Það skal m.a. gert með því að örva samskipti og samstarf þingmanna allra þjóða, skiptast á skoðunum um alþjóðleg málefni, standa vörð um mannréttindi í heiminum og auka þekkingu á störfum þjóðþinga heimsins. Alþjóða­þingmanna­sambandið á gott samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og ýmis svæðisbundin þingmanna­samtök. Sambandið fékk á árinu 2002 áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum og rétt til að dreifa skjölum sínum á allsherjarþinginu.

Alþjóða­þingmanna­sambandið heldur þingfundi tvisvar sinnum á ári. Á milli þingfunda stendur sambandið fyrir margvíslegum ráðstefnum, oft í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar eða stofnanir þeirra. Ráð IPU, sem skipað er þremur fulltrúum hvers aðildarríkis, fer með æðsta vald í innri málum sambandsins. Starfi IPU stýrir 17 manna framkvæmdastjórn, skipuð 15 þingmönnum sem kjörnir eru sérstaklega til setu í stjórninni, forseta IPU og formanni kvennanefndar IPU. Á þingi Alþjóða­þingmanna­sambandsins starfa pólitískir svæðahópar. Íslands­deildin á aðild að Tólfplús-hópnum, sem skipaður er þing­mönnum frá flestum Evrópuríkjum, auk Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Ísraels. Þá eiga Evrópuþingið og Evrópu­ráðs­þingið aukaaðild að hópnum, og Serbía og Svartfjallaland. Svæðahóparnir taka afstöðu til einstakra mála, tilnefna til trúnaðarstarfa og í nefndir. Innan IPU starfa fjórar fastanefndir: friðar- og öryggismálanefnd, nefnd um sjálfbæra þróun, efnahags- og viðskiptamál,  lýðræðis- og mannréttinda­nefnd og nefnd um málefni Sameinuðu þjóðanna. Einnig starfa nokkrar sérstakar nefndir og vinnuhópar að einstökum málum, t.d. nefnd um mannréttindi þingmanna og nefnd um málefni Mið-Austurlanda.

Vefur Alþjóðaþingmannasambandsins.