Tilkynningar um alþjóðastarf

11.3.2024 : Sendinefnd úkraínskra þingmanna í heimsókn á Íslandi

Heimsokn-sendinefndar-ukrainskra-thingmanna-20240311_1Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Í heimsókn í Alþingi í morgun sýndi Birgir Ármannson gestum þingsalinn og á fundi þeirra ítrekaði hann stuðning Íslands og Alþingis við Úkraínu og fordæmdi harðlega ólöglegt innrásarstríð Rússlands sem nú hefur staðið í rúm tvö ár.

Lesa meira

1.2.2024 : Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda 1. febrúar 2024

Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda eru á dagskrá þingfundar í dag en Alþingi á aðild að átta alþjóðlegum þingmannasamtökum. Skýrslurnar má nálgast hér á vefnum og fylgjast með útsendingu frá umræðunum.

Lesa meira

6.11.2023 : Breytt framsetning á kostnaðargreiðslum þingmanna í alþjóðastarfi

Kostnaður þingmanna vegna alþjóðastarfs sem greiddur er af öðrum stofnunum en Alþingi, svo sem Norðurlandaráði eða Evrópuráðsþinginu, birtist nú undir hagsmunaskráningu viðkomandi þingmanns á vef Alþingis. Enda teljast þær greiðslur ekki hluti af greiðslum sem Alþingi innir af hendi vegna alþjóðastarfs þingmanna.

Lesa meira

2.11.2023 : Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði

Oddny-varaforseti-Bryndis-forseti-Nordurlandarads-2024Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló í dag. Jafnframt var kynnt formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði en yfirskrift hennar er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.

Lesa meira