Garðar Þorsteinsson

Garðar Þorsteinsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1934–1942, alþingismaður Eyfirðinga 1942–1947 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1942, 1. varaforseti neðri deildar 1945–1947.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Víðivöllum í Fnjóskadal 29. október 1898, dáinn 29. maí 1947 í flugslysi í Héðinsfirði. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason (fæddur 2. júní 1873, dáinn 5. mars 1965) bóndi og skipstjóri í Svínárnesi og kona hans María Guðrún Guðjónsdóttir (fædd 20. ágúst 1867, dáin 9. maí 1947) húsmóðir. Maki (9. júlí 1922): Anna Pálsdóttir (fædd 25. ágúst 1896, dáin 11. október 1978) húsmóðir. For.: Páll Hallgrímsson og kona hans Guðný Kristjánsdóttir. Börn: Hilmar (1922), Rannveig María (1927), Hreinn Þorsteinn (1929), Anna (1939).

Stúdentspróf MR 1920. Lögfræðipróf HÍ 1925. Hrl. 1931.

Fulltrúi á málaflutningsskrifstofu Lárusar Jóhannessonar 1925–1931, að undanskildum sex mánuðum er hann var við framhaldsnám í Englandi. Rak eigin málaflutningsskrifstofu í Reykjavík frá 1. janúar 1932 til æviloka. Settur borgarstjóri í Reykjavík sumarið 1933.

Átti sæti í landsbankanefnd frá 1946, formaður nefndarinnar.

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1934–1942, alþingismaður Eyfirðinga 1942–1947 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1942, 1. varaforseti neðri deildar 1945–1947.

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir