Héðinn Valdimarsson

Héðinn Valdimarsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1926–1942 (Alþýðuflokkur, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, utan flokka).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. maí 1892, dáinn 12. september 1948. Foreldrar: Valdimar Ásmundsson (fæddur 10. júlí 1852, dáinn 17. apríl 1902) ritstjóri þar og kona hans Bríet Bjarnhéðinsdóttir (fædd 27. september 1856, dáin 16. mars 1940) ritstjóri. Maki 1 (30. júlí 1921): Marie Madelaine Leonie Callens (fædd 29. júní 1898), frá Brussel. Þau skildu. Maki 2 (21. ágúst 1926): Gyða Eggertsdóttir Briem (fædd 12. maí 1908, dáin 28. apríl 1983) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Eggert Eiríksson Briem, sonur Eiríks Briems alþingismanns, og kona hans Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson. Maki 3 (15. september 1934): Guðrún Pálína Pálsdóttir (fædd 15. nóvember 1909, dáin 11. ágúst 2000) kennari. Foreldrar: Páll Bergsson og kona hans Svanhildur Jörundsdóttir. Dóttir Héðins og Gyðu: Katrín (1927). Dóttir Héðins og Guðrúnar: Bríet (1935).

Stúdentspróf MR 1911. Hagfræðipróf Hafnarháskóla 1917.

Skrifstofustjóri Landsverslunar 1917–1926. Meðal stofnenda Tóbaksverslunar Íslands hf. 1926 og var framkvæmdastjóri hennar til 1929. Stofnaði Olíuverslun Íslands hf. 1927 og var framkvæmdastjóri hennar til æviloka.

Skipaður í verðlagsnefnd 1920. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922–1928. Formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1922–1924, 1927–1935, 1938–1940 og 1941. Í landsbankanefnd 1928–1931. Í bankaráði Landsbankans 1930–1934. Formaður Byggingarfélags alþýðu frá stofnun 1931. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1935. Í samninganefnd við Ítali 1935 og við Breta 1936. Formaður fiskimálanefndar 1935–1937. Formaður Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins 1938–1939.

Alþingismaður Reykvíkinga 1926–1942 (Alþýðuflokkur, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, utan flokka).

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir