Kjartan Ólafsson

Kjartan Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 2001–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2004–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands okt. 2000, varaþingmaður Suðurkjördæmis maí 2003, október 2003 til maí 2004 og júlí 2004 (Sjálfstæðisflokkur).

3. varaforseti Alþingis 2007–2009, 1. varaforseti Alþingis 2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 2. nóvember 1953. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 29. mars 1922, dáinn 18. febrúar 2005) framkvæmdastjóri og kona hans Hugborg Benediktsdóttir (fædd 27. febrúar 1922, dáin 23. október 2002) húsmóðir. Maki (27. desember 1980): Arna Kristín Hjaltadóttir (fædd 28. september 1957) skrifstofumaður. Foreldrar: Hjalti Þórðarson og kona hans Elínbjörg Ólöf Guðjónsdóttir. Börn: Hjalti Jón (1980), Hugborg (1982), Herdís Ólöf (1986).

Próf frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1974 og garðyrkjuskólunum í Söhus og Beder í Danmörku 1975 og 1976.

Ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands 1976–1986. Fjármálastjóri Búnaðarsambands Suðurlands 1986–1998. Framkvæmdastjóri Steypustöðvar Suðurlands 1998–2004.

Í stjórn Skógræktarfélags Íslands 1979–1984. Í stjórn Félags ungra sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi og formaður þess um fjögurra ára skeið. Í stjórn Landgræðslusjóðs 1979–1984. Formaður Skógræktarfélags Árnesinga 1981–1996 og situr þar enn í stjórn. Í stjórn sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi um sex ára skeið. Í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins 1988–1993. Formaður heilbrigðisnefndar Ölfushrepps 1990–1998. Formaður Sambands garðyrkjubænda 1990–2002. Í stjórn réttargeðdeildarinnar á Sogni 1992–1996. Formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi 1994–1995. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1995–2003. Í stjórn hestamannafélagsins Sleipnis um tveggja ára skeið. Formaður umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Ölfuss 1998–2003. Í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins 2000–2009. Í Þingvallanefnd 2008–2009.

Alþingismaður Suðurlands 2001–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2004–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands okt. 2000, varaþingmaður Suðurkjördæmis maí 2003, október 2003 til maí 2004 og júlí 2004 (Sjálfstæðisflokkur).

3. varaforseti Alþingis 2007–2009, 1. varaforseti Alþingis 2009.

Allsherjarnefnd 2001–2003 og 2004–2007, iðnaðarnefnd 2001–2003 og 2004–2007, menntamálanefnd 2001–2003 og 2004–2007, umhverfisnefnd 2004–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2009.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2001–2003 og 2004–2005, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2005–2009.

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir