Stefán Benediktsson

Stefán Benediktsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1983–1987.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 20. október 1941. Foreldrar: Benedikt Stefánsson (fæddur 12. júní 1903, dáinn 20. maí 1975) fulltrúi í fjármálaráðuneyti og kona hans Steinunn Árnadóttir (fædd 15. apríl 1911, dáin 11. febrúar 2006) húsmóðir. Maki 1 (14. júní 1962): Guðrún Drífa Kristinsdóttir (fædd 18. janúar 1940) ferðamálaráðgjafi. Þau skildu. Foreldrar: Kristinn G. Guðjónsson og kona hans Sigurveig Margrét Eiríksdóttir. Maki 2: Birna Björg Berndsen (fædd 11. maí 1963) húsmóðir. Foreldrar: Fritz Hendrik Berndsen og kona hans Ásta Kristjánsdóttir. Börn Stefáns og Drífu: Benedikt (1964), Kristinn (1969), Sigurveig Margrét (1973), Steinunn María (1981). Synir Stefáns og Birnu: Brynjólfur (1991), Ástráður (1993). Stjúpdóttir, dóttir Birnu: Arndís Björg (1984).

Stúdentspróf MR 1962. Arkitektspróf frá Tækniháskólanum í Aachen í Rínarlöndum 1971.

Stundaði arkitektsstörf hjá öðrum 1971–1975 og sjálfstætt 1975–1985. Ráðgjafi í byggingamálum á vegum menntamálaráðuneytisins 1987–1988. Þjóðgarðsvörður í Skaftafelli síðan 1988.

Formaður byggingarnefndar Borgarleikhússins 1981–1982. Í Norðurlandaráði 1983–1986. Kjörinn 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987. Formaður Arkitektafélags Íslands 1988–1990.

Alþingismaður Reykvíkinga 1983–1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1983–1987.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir