Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Samfylkingin).

Umhverfisráðherra 1993–1995, iðnaðarráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2007–2008, utanríkisráðherra 2009–2013.

2. varaforseti neðri deildar 1991.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1991–1993. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2006–2007.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. júní 1953. Foreldrar: Skarphéðinn Össurarson (fæddur 30. júlí 1916, dáinn 5. apríl 2004) búfræðingur og kjötiðnaðarmaður og Valgerður Magnúsdóttir (fædd 16. ágúst 1928, dáin 21. maí 2005) húsmóðir. Maki (26. febrúar 1975): Árný Erla Sveinbjörnsdóttir (fædd 20. júní 1953) doktor í jarðfræði, deildarstjóri á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, mágkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra. Foreldrar: Sveinbjörn Einarsson og Hulda Hjörleifsdóttir. Dætur: Birta Marsilía (1994), Ingveldur Esperansa (1998).

Stúdentspróf MR 1973. BS-próf í líffræði HÍ 1979. Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Styrkþegi British Council við framhaldsrannsóknir 1983–1984.

Ritstjóri Þjóðviljans 1984–1987. Lektor við Háskóla Íslands 1987–1988. Aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar 1989–1991. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1996–1997 og DV 1997–1998. Umhverfisráðherra 14. júní 1993 til 23. apríl 1995. Iðnaðarráðherra 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Samstarfsráðherra Norðurlanda 24. maí 2007 til 10. júní 2008. Iðnaðar- og utanríkisráðherra 1. febrúar 2009 til 10. maí. Utanríkisráðherra 10. maí 2009, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.

Formaður stúdentaráðs HÍ 1976–1977. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985–1987, framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1985 og 1986. Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1991–1993. Í Þingvallanefnd 1995–2009. Formaður Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins í maí 2000 til 2005. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2007.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Samfylkingin).

Umhverfisráðherra 1993–1995, iðnaðarráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2007–2008, utanríkisráðherra 2009–2013.

2. varaforseti neðri deildar 1991.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1991–1993. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2006–2007.

Sjávarútvegsnefnd 1991–1993, allsherjarnefnd 1991–1992, iðnaðarnefnd 1991–1993 (formaður), landbúnaðarnefnd 1992–1993, utanríkismálanefnd 1995–1999, 2005–2007 og 2013–2016, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999 (formaður), umhverfisnefnd 1999–2000, fjárlaganefnd 1999–2001, kjörbréfanefnd 1999–2003 og 2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2001–2005.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1991–1993 og 1999–2004, Íslandsdeild VES-þingsins 1995–1999, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2004–2005, Íslandsdeild NATO-þingsins 2005–2007 (formaður) og 2013–2016.

Bækur: Urriðadans. Ástir og örlög stórurriðans í Þingvallavatni, 1996. Ár drekans. Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum, 2013.

Æviágripi síðast breytt 20. mars 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir