[Árlegar tekjur Bjargráðasjóðs eru:
- a.
- Framlög sveitarfélaga, sem nema skulu 300 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélags miðað við 1. desember undanfarið ár. Fjárhæð þessi er miðuð við framfærsluvísitölu 1. janúar 1980 og skal síðan breytast árlega miðað við framfærsluvísitölu 1. janúar ár hvert.
- b.
- 0,6% af söluvörum landbúnaðarins,1) sbr. 2. gr. laga nr. 38 frá 15. febrúar 1945, um stofnun búnaðarmálasjóðs.
- c.
- Framlag ríkissjóðs samkvæmt ákvörðun í fjárlögum ár hvert, þó eigi lægra en sameiginlegar tekjur samkvæmt a-lið og sem svarar 0,35% af söluvörum landbúnaðarins samkvæmt b-lið.2)
- d.
- Vextir af fé sjóðsins.]3)
1)Á árinu 1995 skal innheimta 0,3% af söluvörum landbúnaðarins í stað 0,6%, sbr. l. 148/1994, 30. gr.2)Þetta framlag úr ríkissjóði fellur niður á árinu 1995, sbr. l. 148/1994, 30. gr.3)L. 57/1980, 1. gr.