Vernd: að veiðum eða öðrum aðgerðum, sem geta haft áhrif á viðkomu eða vanhöld dýra af tiltekinni tegund, sé hagað á þann hátt að henni sé ekki stefnt í útrýmingarhættu.
Friðun: bann við veiðum og öðrum aðgerðum sem geta aukið vanhöld eða dregið úr viðkomu dýra af tiltekinni tegund. Þegar rætt er um friðun tekur hún einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar.
Veiðar: að handsama eða drepa villt dýr. Þegar um er að ræða fuglaveiðar er einnig átt við eggjatöku.
Villt dýr: allir fuglar og spendýr, önnur en selir, hvalir, gæludýr og bústofn. Dýr, sem er handsamað og haft í haldi, telst villt dýr.
Stýring á stofnum villtra dýra: aðgerðir af opinberri hálfu er miða að því að hafa áhrif á útbreiðslu eða stærð tiltekins stofns villtra dýra.
Tjón af völdum villtra dýra: fjárhagslegt tjón sem einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir verða fyrir, heilsufarslegt tjón fólks eða búfénaðar og tjón á náttúru landsins.
Lífsvæði: svæði sem dýr nota sér til framfærslu og viðkomu eða sem farleið.
Grenjatími: tímabilið 1. maí til 31. júlí.
Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðuvötnum.
Landareign: jörð eða annað landsvæði sem er háð beinum eignarrétti einstaklings eða lögaðila, þar með talið sveitarfélag eða ríki.
Net, nema háf til lundaveiða, sbr. þó 5. mgr. 18. gr. að því er varðar álku, langvíu og stuttnefju. Fugla, er drepast í netum sem lögð eru til fiskveiða eða kópaveiða, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf. Lifandi fugla skal greiða úr neti og sleppa.
Fótboga eða gildrur, nema til músaveiða, rottuveiða, minkaveiða og til að ná tófuyrðlingum við greni. Gerðir fótboga og gildra skulu hafa hlotið samþykki ráðgjafarnefndar um villt dýr.
Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.