Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120b. Uppfært til október 1996.
Lög um ráðstafanir til varnar gegn fýlasótt
1940 nr. 70 7. maí
1. gr. Ráðherra er heimilt að fyrirskipa hvers konar nauðsynlegar ráðstafanir til varnar gegn því, að menn sýkist af fýlasótt (psittacosis, páfagaukaveiki), og þar á meðal að banna að meira eða minna leyti fýlatekju, hvort sem er á einstökum stöðum eða á landinu í heild.