Stofnunin annast gerð, útgáfu, framleiðslu og dreifingu á náms- og kennslugögnum miðað við íslenskar þarfir og aðstæður. Hún kaupir og framleiðir fræðslumyndir eða er aðili að gerð þeirra.
Stofnunin annast kynningar- og fræðslustarfsemi fyrir skóla um námsgögn og kennslutæki.
Hún kaupir, selur og dreifir náms- og kennslugögnum frá öðrum aðilum.
Stofnunin hefur með höndum þróun námsgagna og hefur frumkvæði að könnunum og rannsóknum á gerð þeirra og notkun.