Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur málsaðili falið þeim sem starfar sem lögmaður í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur heimild til að fara þar með mál annarra fyrir dómstóli að gæta hagsmuna sinna í máli fyrir samsvarandi dómstóli hér á landi, enda njóti hann í þinghöldum aðstoðar lögmanns sem starfar hér á landi. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur2) um slík störf erlendra lögmanna hér á landi.
1)L. 36/1999, 48. gr.2)Rg. 625/1995
.