1996 nr. 13 28. mars/ Lög um verðbréfaviðskipti
Lagasafn. Uppfært til febrúar 2001. Útgáfa 126a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um verðbréfaviðskipti
1996 nr. 13 28. mars
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Lög þessi taka til verðbréfaviðskipta, eins og þau eru skilgreind í 2. gr., sem stunduð eru af fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sem hlotið hafa starfsleyfi viðskiptaráðherra.
[Lög þessi, að undanskildum ákvæðum V. kafla um meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun og VI. kafla um samningsbundið uppgjör afleiðusamninga, taka ekki til]:1)
1. Vátryggingafélaga eða fyrirtækja sem annast endurtryggingarstarfsemi samkvæmt lögum.
2. Lögaðila sem veita aðeins þjónustu sem lög þessi taka til fyrir móðurfélög sín, dótturfélög sín eða fyrir önnur dótturfélög móðurfélags síns.
3. Þjónustu héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og löggiltra endurskoðenda sem samkvæmt lögum þessum telst til verðbréfaviðskipta, enda sé þjónustan veitt sem eðlilegur þáttur í víðtækara viðfangsefni á starfssviði þeirra.
4. Lögaðila sem veita aðeins þjónustu sem lög þessi taka til í tengslum við stjórnun á fjárfestingarsjóðum starfsmanna.
5. Seðlabanka ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins, annarra innlendra stofnana þeirra sem annast sambærilega starfsemi og annarra opinberra stofnana sem annast eða hafa afskipti af lánamálum ríkja.
6. Lögaðila sem innlend lagaákvæði eða siðareglur taka til sem mega ekki taka til vörslu fjármuni eða verðbréf viðskiptamanna og sem af þeim ástæðum mega aldrei setja sig í skuldastöðu gagnvart viðskiptamönnum sínum, mega aðeins veita þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi verðbréf og hlutdeildarskírteini í fyrirtækjum um sameiginlega fjárfestingu og er eingöngu heimilt að miðla fyrirmælum til:
a. fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem eru með starfsleyfi samkvæmt lögum þessum;
b. lánastofnana sem eru með starfsleyfi samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði eða lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði;
c. útibúa fyrirtækja í verðbréfaþjónustu eða lánastofnana sem eru með starfsleyfi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins og eru háð og fylgja varfærnisreglum sem lögbær yfirvöld telja a.m.k. jafnstrangar og varfærnisreglur samkvæmt þessum lögum, lögum um viðskiptabanka og sparisjóði eða lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði;
d. verðbréfasjóða sem eru með starfsleyfi samkvæmt lögum ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins til að bjóða hlutdeildarskírteini sín út á almennum markaði og til stjórnenda slíkra sjóða;
e. fjárfestingarfélaga með fastan höfuðstól sem gefa út verðbréf sem skráð eru eða ganga kaupum og sölum á skipulegum markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins.
7. Verðbréfasjóða og annarra fyrirtækja sem falla undir lög um verðbréfasjóði.
8. Aðila sem hafa aðallega þá starfsemi með höndum að versla með hrávöru sín á milli eða við framleiðendur eða aðila sem nota þessar vörur í atvinnuskyni og veita eingöngu slíkum framleiðendum eða aðilum þjónustu á verðbréfasviði og aðeins í þeim mæli sem nauðsynlegt er vegna meginstarfsemi þeirra.
9. Fyrirtækja sem veita þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta sem felst eingöngu í viðskiptum fyrir eigin reikning á markaði fyrir kaupskuldbindingar eða kauprétt eða viðskiptum fyrir reikning annarra sem eiga aðild að þessum mörkuðum eða fyrirtækja sem gefa upp verð til annarra sem eiga aðild að sömu mörkuðum og sem uppgjörsaðilar á sömu mörkuðum ábyrgjast. Uppgjörsaðilar á sömu mörkuðum verða að ábyrgjast að staðið sé við samninga sem slík fyrirtæki gera.
10. Ráðgjafar um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
1)L. 163/2000, 1. gr.
2. gr. Í lögum þessum merkir:
1. Verðbréfaviðskipti: Starfsemi skv. 8. og 9. gr. sem stunduð er af fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sem til þess hafa starfsleyfi viðskiptaráðherra.
2. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu:
a. Verðbréfafyrirtæki sem fengið hefur leyfi viðskiptaráðherra til að stunda starfsemi skv. 8. gr., svo og þeir sem hafa rétt til að stunda slíka starfsemi hér á landi samkvæmt lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
b. Verðbréfamiðlun sem fengið hefur leyfi viðskiptaráðherra til að stunda starfsemi skv. 9. gr., svo og þeir sem hafa rétt til að stunda slíka starfsemi hér á landi samkvæmt lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Ákvæði III. kafla eiga við um verðbréfamiðlun eftir því sem við getur átt.
3. Verðbréf:
a. Hvers konar framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum að öðru en fasteign eða einstökum lausafjármunum.
b. Skilyrt skilríki til peningagreiðslu á grundvelli tiltekins verðbréfs eða verðbréfa skv. a-lið.
[4. Trúnaðarupplýsingar: Upplýsingar um útgefanda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa verið gerð opinber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfanna ef opinber væru. Upplýsingar teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfamarkaðinum með opinberum og viðurkenndum hætti. Tilkynningar til kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað þaðan, sbr. lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.
5. Innherjar:
a. Fruminnherjar:
Aðilar sem búa yfir eða hafa að jafnaði aðgang að trúnaðarupplýsingum vegna eignaraðildar, aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi.
Einstaklingar eða lögaðilar sem eiga beinan eða óbeinan eignarhlut í útgefanda verðbréfa, sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir skráningu á í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi, og eiga fulltrúa í stjórn viðkomandi útgefanda á grundvelli eignarhlutarins.
b. Aðrir innherjar:
Aðili sem ekki telst fruminnherji skv. a-lið en hefur vegna starfs síns, stöðu eða skyldna tímabundinn aðgang að trúnaðarupplýsingum.
Aðili sem ekki telst fruminnherji skv. a-lið en hefur fengið vitneskju um trúnaðarupplýsingar, enda hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru.
6. Viðskiptalota: Fjöldi verðbréfa í sama flokki, eða lágmarksmarkaðsverðmæti sem þarf til þess að geta átt samfelld viðskipti í viðskiptakerfi kauphallar eða skipulegs tilboðsmarkaðar, samkvæmt reglum sem stjórn kauphallar eða skipulegs tilboðsmarkaðar setur.]1)
[7. Safnskráning: Þjónusta verðbréfafyrirtækis sem felur í sér að fyrirtækinu er heimilt að halda utan um eignir viðskiptamanna sinna á eigin reikningi (safnreikningi) og taka við greiðslum fyrir hönd viðskiptamanna sinna frá einstökum útgefendum verðbréfa.]2)
[8.] 2) [Almennt útboð: Sala verðbréfa í sama verðbréfaflokki sem boðin eru almenningi til kaups með kynningu eða með öðrum hætti.]1)
[9.] 2) Fastur rekstrarkostnaður: Rekstrargjöld að frátöldum fjármagnsgjöldum og óreglulegum gjöldum.
[10.] 2) Fjárvarsla: Þjónusta, veitt samkvæmt sérstökum samningi gegn endurgjaldi sem felur í sér að taka við fjármunum til fjárfestingar í verðbréfum eða öðrum verðmætum fyrir eigin reikning viðskiptamanns.
[11.] 2) Gistiríki: Ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem innlent fyrirtæki í verðbréfaþjónustu starfrækir útibú eða veitir þjónustu.
[12.] 2) Heimaríki:
a. Ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem lögaðili, sem hefur heimild til að stunda verðbréfaviðskipti hér á landi, hefur skráða skrifstofu eða, hafi hann enga skráða skrifstofu í samræmi við eigin landslög, það ríki þar sem hann hefur aðalskrifstofu.
b. Ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem skipulegur verðbréfamarkaður hefur skráða skrifstofu eða, hafi markaðurinn enga skráða skrifstofu í samræmi við eigin landslög, það ríki þar sem hann hefur aðalskrifstofu.
[13.] 2) Náin tengsl: Innbyrðis tengsl tveggja eða fleiri lögaðila sem fela í sér beina eða óbeina hlutdeild þessara aðila sem nemur a.m.k. 20% af eigin fé eða atkvæðisrétti fyrirtækis. Einnig er um náin tengsl að ræða ef fyrrgreindir aðilar, eða dótturfélög þeirra, hafa vegna samninga yfirráð í fyrirtæki eða sambærileg innbyrðis tengsl eins eða fleiri lögaðila eða einstaklinga við fyrirtæki.
[14.] 2) Skipulegur verðbréfamarkaður:
a. [Kauphöll sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi og hliðstæðar kauphallir innan Evrópska efnahagssvæðisins.]3)
b. Aðrir verðbréfamarkaðir innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem verðbréf ganga kaupum og sölum og sem eru opnir almenningi, starfa reglulega og eru viðurkenndir með þeim hætti sem [Fjármálaeftirlitið]4) metur gildan.
c. Markaðir skv. a- og b-lið sem staðsettir eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og eru viðurkenndir með þeim hætti sem [Fjármálaeftirlitið]4) metur gildan.
[15.] 2) Sölutrygging: Samningur milli fyrirtækis í verðbréfaþjónustu skv. 8. gr. og útgefanda eða eiganda verðbréfa þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til þess að kaupa ákveðinn hluta eða öll verðbréf í tilteknu útboði innan fyrir fram ákveðinna tímamarka og á fyrir fram ákveðnu verði.
[16.] 2) Veltubók: Verðbréf sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hefur eignast eða heldur eftir með endursölu í huga og/eða í því skyni að hagnast á skammtímabreytingum á markaðsvirði þessara skjala eða öðrum verð- eða vaxtabreytingum. Jafnframt teljast til veltubókar stöður í fjármálaskjölum sem verða til við samtímis skipti á höfuðstólsfjárhæðum, svo og fjármálasamningar sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er aðili að í því skyni að baktryggja aðra þætti veltubókar. Til veltubókar teljast enn fremur áhættuþættir tengdir óuppgerðum og ófrágengnum viðskiptum og afleiddum skjölum sem verslað er með innan og utan verðbréfamarkaðar, svo og áhættuþættir er tengjast skuldbindingum fyrirtækis í verðbréfaþjónustu sem myndast vegna viðskipta með verðbréf í veltubók.
[17.] 2) Verðbréfafyrirtæki: Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. a-lið 2. tölul.
[18.] 2) Verðbréfamiðlun: Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. b-lið 2. tölul.
[19.] 2) Viðskiptavaki: Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. 8. gr. eða annar aðili sem til þess hefur heimild samkvæmt lögum og hefur skuldbundið sig formlega til að kaupa og selja fyrir eigin reikning tiltekin verðbréf, í því skyni að greiða fyrir því að markaðsverð skapist á verðbréfunum, og tilkynnt það opinberlega.
[20.] 2) Virkur eignarhluti: Bein eða óbein eignarhlutdeild í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem nemur 10% eða meira af eigin fé þess eða atkvæðisrétti eða önnur hlutdeild sem gerir það kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun fyrirtækis sem eignarhlutdeild er í.
[[21.] 2) Afleiðusamningur: Samningur þar sem uppgjörsákvæði byggist á breytingu einhvers þáttar, svo sem vaxta, gengis gjaldmiðla, verðbréfaverðs, verðbréfavísitölu eða hrávöruverðs. Andvirði slíks samnings er háð breytingu þessara viðmiðunarþátta á tilteknu tímabili.
[22.] 2) Framvirkur vaxtasamningur: Afleiðusamningur sem kveður á um vaxtaviðmiðun á ákveðnu tímabili og reiknast vextir af fyrir fram ákveðinni grunnfjárhæð sem ekki kemur til greiðslu. Samningurinn er gerður upp á fyrir fram ákveðnum uppgjörsdegi.
[23.] 2) Valréttarsamningur: Afleiðusamningur sem veitir öðrum samningsaðila, kaupanda, rétt en ekki skyldu til að kaupa (kaupréttur) eða selja (söluréttur) tiltekna eign (andlag samnings) á fyrir fram ákveðnu verði (valréttargengi) á tilteknu tímamarki eða innan tiltekins tíma. Sem endurgjald fyrir þennan rétt fær hinn samningsaðilinn, útgefandinn, ákveðið gjald sem segir til um markaðsvirði valréttarins við upphaf samningstímans.
[24.] 2) Framvirkur samningur: Afleiðusamningur sem kveður á um skyldu samningsaðila til að kaupa eða selja tiltekna eign fyrir ákveðið verð á fyrir fram ákveðnum tíma.
[25.] 2) Vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamningur: Afleiðusamningur sem kveður á um að samningsaðilar greiði vexti hvor til annars af tiltekinni viðmiðunarfjárhæð í sama gjaldmiðli eða greiði vexti og höfuðstól hvor til annars hvor í sínum gjaldmiðli á samningstímanum.
[26.] 2) Samningsbundið uppgjör afleiðusamninga: Samningur á milli tveggja eða fleiri aðila sem eiga kröfu hver á annan um að í stað þess að gera upp hverja kröfu fyrir sig sérstaklega skuli láta kröfurnar jafnast hverja á móti annarri og aðeins mismunurinn (jaðargreiðsla) komi til greiðslu.]5)
1)L. 163/2000, 2. gr. 2)L. 164/2000, 1. gr. 3)L. 35/1998, 1. gr. 4)L. 84/1998, 1. gr. 5)L. 99/2000, 2. gr.
II. kafli. Leyfi til verðbréfaviðskipta.
3. gr. Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er óheimilt að hefja starfsemi, nema þau uppfylli skilyrði laga þessara og hafi fengið starfsleyfi viðskiptaráðherra. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis eru sem hér segir:
1. [Fyrirtækið sé hlutafélag. Þó er heimilt að starfrækja verðbréfamiðlun skv. 9. gr. sem einkahlutafélag. Sé um að ræða verðbréfafyrirtæki sem stundar starfsemi skv. 8. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 65 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 730.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Sé um að ræða verðbréfamiðlun sem stundar starfsemi skv. 9. gr. skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 4,5 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 50.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, sbr. þó 2. mgr. 9. gr., en þá skal innborgað hlutafé nema að lágmarki 10 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en sem nemur 125.000 ECU miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er óheimilt að hefja starfsemi fyrr en hlutafé hefur verið greitt að fullu í reiðufé.]1)
2. Fyrirtækið hafi aðalskrifstofu hér á landi.
3. Stjórnarmenn í verðbréfafyrirtæki skulu vera a.m.k. þrír en í verðbréfamiðlun a.m.k. tveir. Þeir skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða, hafa óflekkað mannorð, vera fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld. Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eru undanþegnir búsetuskilyrðinu, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki. Ráðherra er heimilt að veita þeim sem búsettir eru í öðrum ríkjum sömu undanþágu.
4. [Framkvæmdastjóri fyrirtækisins fullnægi skilyrðum 2. og 3. málsl. 3. tölul.]2)
5. Endurskoðun á reikningum fyrirtækisins sé framkvæmd af löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.
6. [Verðbréfamiðlun skv. 9. gr. setji tryggingu fyrir tjóni sem hún kann að baka viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð tryggingar og lágmarksskilmála að öðru leyti skulu sett með reglugerð.3)]2)
Jafnframt þeim skilyrðum sem fram koma í 1. mgr. er ráðherra heimilt að synja umsókn um starfsleyfi ef stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða ef eignarhlutur hluthafa í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, sbr. 12. gr., telst ósamrýmanlegur rekstri fyrirtækisins. Sama á við ef það er mat [Fjármálaeftirlitsins]4) að náin tengsl fyrirtækis í verðbréfaþjónustu við einstaklinga eða lögaðila geti hindrað það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum, sem og ef lög eða reglur, sem um þá aðila gilda, hindra eðlilegt eftirlit.
1)L. 94/1998, 1. gr. 2)L. 99/2000, 3. gr. 3)Rg. 508/2000. 4)L. 84/1998, 1. gr.
4. gr. Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Henni skulu fylgja:
1. Samþykktir fyrirtækisins.
2. Starfsáætlun þar sem m.a. komi fram upplýsingar um eðli fyrirhugaðrar starfsemi skv. 8. og 9. gr. og skipulag viðkomandi fyrirtækis.
3. Upplýsingar um stofnendur, hluthafa og einstaklinga eða lögaðila sem hafa yfir að ráða virkum eignarhlut í félaginu og hlut hvers þeirra um sig.
4. Staðfesting á fjárhæð innborgaðs hlutafjár.
5. Aðrar upplýsingar sem ráðherra ákveður.
Áður en ákvörðun er tekin um veitingu starfsleyfis eða synjun umsóknar skal leitað umsagnar [Fjármálaeftirlitsins].1) Sé fyrirtæki í verðbréfaþjónustu dótturfyrirtæki annars slíks fyrirtækis eða lánastofnunar sem hefur leyfi í öðru aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, dótturfyrirtæki móðurfyrirtækis slíkra fyrirtækja eða undir stjórn sama einstaklings eða lögaðila og stjórnar slíkum fyrirtækjum skal jafnframt leitað umsagnar lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki.
Óheimilt er að veita starfsleyfi sem eingöngu tekur til þjónustu skv. 2. tölul. 8. gr.
1)L. 84/1998, 1. gr.
5. gr. Ákvörðun ráðherra um umsókn um starfsleyfi skal tilkynna umsækjanda skriflega svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullbúin umsókn barst ráðherra.
Synjun ráðherra á umsókn skal rökstudd.
6. gr. Heimilt er fyrirtæki í verðbréfaþjónustu að hefja starfsemi þegar í stað eftir að ráðherra hefur veitt því starfsleyfi. Ef um verðbréfafyrirtæki er að ræða skal í leyfinu getið þeirrar þjónustu skv. 8. gr. sem starfsleyfi þess tekur til.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu ekki veitt þjónustu sem því er heimilt samkvæmt lögum þessum í samfellt sex mánuði.
III. kafli. Réttindi og skyldur fyrirtækja í verðbréfaþjónustu.
7. gr. Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er skylt og einum heimilt, nema lög ákveði annað, að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðin „verðbréfafyrirtæki“ eða „verðbréfamiðlun“ ein sér eða samtengd öðrum orðum, sbr. þó [55. gr.]1)
1)L. 163/2000, 3. gr.
8. gr. Verðbréfafyrirtækjum er heimilt að hafa með höndum eftirfarandi starfsemi í tengslum við viðskipti með verðbréf:
1. Þjónusta:
a. Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um eitt eða fleiri verðbréf og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila.
b. Viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning.
c. Stjórnun fjárfestingarsamvals, samkvæmt umboði fjárfesta, sem miðast við einstaka viðskiptamenn, svo fremi um sé að ræða eitt eða fleiri verðbréf.
d. Sölutrygging í tengslum við útgáfur eins eða fleiri verðbréfa eða markaðssetning slíkra útgáfna.
2. Viðbótarþjónusta:
a. Varsla og stjórnun í tengslum við eitt eða fleiri verðbréf.
b. Öryggisvarsla fjár.
c. Veiting lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með eitt eða fleiri verðbréf ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin.
d. Ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjöf og þjónusta varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
e. Þjónusta í tengslum við sölutryggingu.
f. Fjárfestingarráðgjöf varðandi eitt eða fleiri verðbréf.
g. Gjaldeyrisþjónusta ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu.
h. Fræðsla og kynning á verðbréfaviðskiptum.
9. gr. Verðbréfamiðlun er eingöngu heimilt að annast milligöngu gegn endurgjaldi um kaup eða sölu verðbréfa og sérfræðiráðgjöf um verðbréfaviðskipti. Verðbréfamiðlun er einungis heimilt að taka við fjármunum eða verðbréfum viðskiptavina í starfsemi sinni um skamman tíma, enda sé slíkt nauðsynlegt til að ljúka viðskiptum sem fyrirtækið hefur annast milligöngu um.
Verðbréfamiðlun er heimilt að eiga viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning, enda nemi innborgað hlutafé a.m.k. 10 milljónum króna og þess sé getið í starfsleyfi. Heildarmarkaðsvirði þeirra verðbréfa sem verðbréfamiðlun er heimilt að varðveita fyrir eigin reikning skal ekki fara yfir 15% af stofnfé en um starfsheimildir verðbréfamiðlunar samkvæmt þessari málsgrein, svo sem innan hvaða tímamarka slík viðskipti eru heimil, skal setja nánari ákvæði í reglugerð að fenginni umsögn [Fjármálaeftirlitsins].1)
1)L. 84/1998, 1. gr.
10. gr. Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er óheimilt að annast aðra starfsemi en um getur í 8. eða 9. gr. Öðrum aðilum er óheimilt að annast starfsemi sem um getur í 1. tölul. 8. gr. og 9. gr., nema lög ákveði annað, sbr. þó [53. gr.]1)
[Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er heimilt að starfrækja útibú, enda uppfylli daglegur stjórnandi þess skilyrði 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. Tilkynna skal [Fjármálaeftirlitinu]2) fyrir fram um stofnun útibús.]3)
1)L. 163/2000, 3. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)L. 99/2000, 4. gr.
[11. gr. Starfsmenn fyrirtækis í verðbréfaþjónustu, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með verðbréf skv. 8. og 9. gr., skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Í reglugerð1) skal kveða á um prófkröfur og heimildir til að veita undanþágur frá einstökum hlutum slíks prófs eða prófi í heild ef aðili hefur lokið jafngildu námi.
Í tengslum við veitingu starfsleyfis og jafnskjótt og breytingar verða ber fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfsmenn skv. 1. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.]2)
1)Rg. 506/2000. 2)L. 99/2000, 5. gr. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu hafa lagað starfsemi sína að þessu ákvæði fyrir 1. janúar 2001, sbr. 13. gr. s.l.
12. gr. Hluthafar í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem eiga eða hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðkomandi félagi skulu tilkynna [Fjármálaeftirlitinu]1) það fyrir fram og greina frá hver eignarhlutur þeirra muni verða. Einnig skulu þeir tilkynna það [Fjármálaeftirlitinu]1) hyggist þeir auka hlutafjáreign sína svo mikið að eignarhlutir þeirra í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, eða samsvarandi réttur til meðferðar atkvæða, nemi 20%, 33% eða 50% eða svo stórum hluta að viðkomandi félag verði talið dótturfyrirtæki fyrirtækis í verðbréfaþjónustu.
Ráðherra getur, að fenginni tillögu [Fjármálaeftirlitsins],1) synjað hluthafa um að eignast hlut eða um rétt til meðferðar atkvæða skv. 1. mgr. telji hann viðkomandi ekki hæfan til þess með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fyrirtækis í verðbréfaþjónustu. Rökstudd synjun ráðherra skal hafa borist fyrirtækinu innan eins mánaðar frá þeim degi sem tilkynning skv. 1. mgr. barst [Fjármálaeftirlitinu].1)
Sé um að ræða aukningu á eignarhlut skv. 1. mgr. er ráðherra heimilt að kveða á um hvenær henni skuli í síðasta lagi hafa verið hrint í framkvæmd, enda hafi aukningu ekki verið hafnað.
Hyggist hluthafi, sem á virkan eignarhluta í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, draga úr hlutafjáreign sinni skal hann tilkynna [Fjármálaeftirlitinu]1) það fyrir fram og einnig hver eignarhlutur hans muni verða. Fari eignarhlutur niður fyrir 20%, 33%, 50% eða minnki svo mikið að fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hætti að vera dótturfyrirtæki viðkomandi, sbr. 1. mgr., skal það einnig tilkynnt.
Fái fyrirtæki í verðbréfaþjónustu vitneskju um öflun eða ráðstöfun eignarhluta í hlutaðeigandi félagi sem veldur því að eignarhlutar fara yfir eða undir mörk sem tilgreind eru í 1. og 4. mgr. skal það tilkynnt [Fjármálaeftirlitinu]1) án ástæðulauss dráttar. Einnig skal [Fjármálaeftirlitinu]1) tilkynnt eigi sjaldnar en einu sinni á ári um þá hluthafa sem eiga virkan eignarhlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og hve stór eignarhlutur hvers um sig er.
1)L. 84/1998, 1. gr.
13. gr. Fari hluthafi, sem á svo stóran hlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem segir í 1. mgr. 12. gr., þannig með hlut sinn að skaði heilbrigðan eða traustan rekstur fyrirtækisins getur ráðherra, að fenginni tillögu [Fjármálaeftirlitsins],1) ákveðið að hlut þessum fylgi ekki atkvæðisréttur eða lagt fyrir fyrirtækið að grípa til viðeigandi ráðstafana.
Ráðherra getur, að fenginni tillögu [Fjármálaeftirlitsins],1) ákveðið að eignarhlutum í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, sem ekki hafa verið tilkynntir fyrir fram skv. 1. mgr. 12. gr., fylgi ekki atkvæðisréttur. Synji ráðherra ekki viðkomandi hluthafa um að eignast hlut eða auka við hann fá hlutir atkvæðisrétt að nýju. Ákvörðun ráðherra um að eignarhlut fylgi ekki atkvæðisréttur skal tilkynnt hlutaskrá viðkomandi fyrirtækis. Jafnframt skal tilkynna hlutaskrá fyrirtækis í verðbréfaþjónustu verði atkvæðisréttur eignarhluta virkur að nýju.
Hafi ráðherra ákveðið skv. 1. eða 2. mgr. að hlutum fylgi ekki atkvæðisréttur skulu þeir hlutir ekki teknir með við útreikning á því fyrir hve mikinn hluta atkvæða mætt hafi verið á hluthafafundum.
1)L. 84/1998, 1. gr.
14. gr. Eignist fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, eða móðurfyrirtæki þess, með starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða einstaklingur sem ræður yfir slíku fyrirtæki virkan eignarhlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hér á landi skal það tilkynnt [Fjármálaeftirlitinu].1) Verði síðastnefnda fyrirtækið dótturfyrirtæki hlutaðeigandi eða undir hans stjórn skal mat á eignarhlut framkvæmt í samráði við lögbær yfirvöld í heimaríki hlutaðeigandi aðila.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við ef aðilar sem þar getur auka virkan eignarhlut sinn í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu þannig að eignarhlutur þeirra nemi 20%, 33% eða 50% eða svo miklu að fyrirtækið yrði dótturfyrirtæki þeirra.
1)L. 84/1998, 1. gr.
15. gr. [Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart viðskiptamönnum sínum í starfsemi sinni og ber þeim ávallt að haga störfum sínum þannig að viðskiptamenn njóti jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur viðskiptakjör í verðbréfaviðskiptum. Skulu viðskiptamönnum, að teknu tilliti til þekkingar þeirra, veittar greinargóðar upplýsingar um þá kosti sem þeim standa til boða.
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu sýna fram á að 1. mgr. sé fylgt og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra með skýrum aðskilnaði einstakra starfssviða þeirra. Fjármálaeftirlitið skal staðfesta reglur fyrirtækjanna sem miða að þessu. Í reglunum skal gera sérstaka grein fyrir eftirliti innan fyrirtækisins með því að þeim sé fylgt. Þessar upplýsingar skulu vera aðgengilegar viðskiptamönnum.
Í auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi fyrirtækja í verðbréfaþjónustu skal þess gætt að fram komi réttar og nákvæmar upplýsingar um starfsemi og þjónustu fyrirtækjanna.]1)
1)L. 99/2000, 6. gr.
16. gr. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu kunngera viðskiptamönnum sínum fyrir fram hvaða þóknun þau muni áskilja sér fyrir þjónustu sína. Breytingar á þóknun skal tilkynna viðskiptavinum með nægum fyrirvara.
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu hafa aðgengilegar á starfsstöð sinni upplýsingar um hvaða rétt viðskiptamenn þeirra kunni að eiga til bóta vegna tjóns sem þeir verða fyrir vegna viðskipta á vegum fyrirtækjanna.
17. gr. Taki fyrirtæki í verðbréfaþjónustu að sér þjónustu sem því er heimilt samkvæmt lögum þessum skal, eftir því sem við á, gerður sérstakur samningur milli fyrirtækisins og viðskiptamanns þess þar sem m.a. skal kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila.
18. gr. [Fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu er óheimilt að annast milligöngu um verðbréfaviðskipti hafi starfsmenn þeirra vitneskju um eða ástæðu til að ætla að viðskiptin brjóti í bága við ákvæði V. kafla.]1)
1)L. 163/2000, 4. gr.
19. gr. [Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skal halda fjármunum og verðbréfum viðskiptamanna tryggilega aðgreindum frá eignum fyrirtækisins. Skulu fjármunir viðskiptamanns varðveittir á sérstökum nafnskráðum reikningi.]1)
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er heimilt að framselja verðbréf í nafni viðskiptamanns síns hafi fyrirtækið fengið til þess skriflegt umboð. Í framsalsáritun ber að geta þess að verðbréf sé framselt samkvæmt varðveittu umboði og ber fyrirtækinu að varðveita umboð svo lengi sem réttindi eru byggð á verðbréfi sem framselt hefur verið með þessum hætti. Skylt er að láta kaupanda verðbréfs í té samrit umboðsins krefjist hann þess. Þó er verðbréfafyrirtæki, sem býður upp á vörslu skv. a-lið 2. tölul. 8. gr., heimilt að varðveita framsalsáritanir í sérstakri skrá meðan verðbréfið er í vörslu þess, enda séu framsalsáritanir færðar inn á bréfið þegar það hverfur úr vörslu fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem hyggst nýta sér þessa heimild, ber að afla sér samþykkis [Fjármálaeftirlitsins]2) fyrir fyrirkomulagi vörslu og því upplýsingakerfi sem á að nota.
Sá sem veitt hefur fyrirtæki í verðbréfaþjónustu umboð skv. 2. mgr. getur ekki beint kröfum að framsalshafa með stoð í heimildarskorti fyrirtækisins, nema umboð þess til framsals hafi sýnilega verið ófullnægjandi.
Framsalsáritun fyrirtækis í verðbréfaþjónustu skv. 2. mgr. telst ekki slíta framsalsröð þótt umboð til fyrirtækisins fylgi ekki verðbréfinu.
[Verðbréfafyrirtæki er heimilt að varðveita verðbréf í eigu viðskiptamanna sinna á safnreikningi (safnskráning), enda hafi fyrirtækið gert viðskiptamanni grein fyrir réttaráhrifum þess og hann veitt samþykki sitt. Verðbréfafyrirtæki ber að halda skrá yfir eignarhlut hvers viðskiptamanns fyrir sig.
Komi til þess að bú verðbréfafyrirtækis sé tekið til gjaldþrotaskipta eða farið sé fram á greiðslustöðvun, slit fyrirtækisins eða sambærilegar ráðstafanir getur viðskiptamaður á grundvelli skrárinnar skv. 5. mgr. tekið verðbréf sín út af safnreikningi, enda sé ekki ágreiningur um eignarhald viðskiptamannsins.
Ráðherra getur sett reglugerð um safnskráningu, m.a. um sviptingu heimildar til að skrá verðbréf á safnreikning skv. 5. mgr. og auðkenningu safnreiknings, þar á meðal upplýsingar um fjölda eigenda á safnreikningi.]1)
1)L. 164/2000, 2. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[20. gr.]1) [Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skal vegna eigin viðskipta með verðbréf og vegna viðskipta eigenda virkra eignarhluta skv. 12. gr., stjórnenda, starfsmanna og maka framangreindra aðila meðal annars gæta eftirtalinna atriða:
1. að fyllsta trúverðugleika fyrirtækisins sé gætt,
2. að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskiptavina sé gætt,
3. að fullur trúnaður ríki gagnvart ótengdum viðskiptavinum,
4. að tryggt sé að viðskiptin stangist ekki á við [V. kafla]2) þessara laga,
5. að viðskiptin séu sérstaklega skráð,
6. að stjórn fyrirtækisins fái kerfisbundnar upplýsingar um
viðskiptin og hafi eftirlit með þeim.
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu setja sér reglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtæki ber að gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir frávikum frá ákvæðum reglnanna. Þær skulu vera aðgengilegar viðskiptamönnum.]3)
1)L. 163/2000, 5. gr. 2)L. 163/2000, 3. gr. 3)L. 99/2000, 8. gr.
[21. gr.]1) Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu geta veitt viðskiptaaðila lán og gengið í ábyrgðir vegna verðbréfaviðskipta sem þeim er heimilt að annast samkvæmt lögum þessum.
Heildarskuldbindingar fyrirtækja í verðbréfaþjónustu skv. 1. mgr. skulu vera innan þeirra marka sem um getur í reglum2) er ráðherra setur að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins]3) um hámark lána og ábyrgða til einstakra viðskiptamanna eða fjárhagslega tengdra aðila.
1)L. 163/2000, 5. gr. 2)Rg. 571/1996, sbr. 486/1997 og 694/1997. 3)L. 84/1998, 1. gr.
[22. gr.]1) Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er því aðeins heimilt að vera meðeigandi eða þátttakandi í annarri atvinnustarfsemi að slík þátttaka sé í eðlilegum tengslum við starfsemi fyrirtækisins og hafi ekki áhrif á óhlutdrægni þess, sbr. 1. mgr. 15. gr.
1)L. 163/2000, 5. gr.
[23. gr.]1) Framkvæmdastjóra fyrirtækis í verðbréfaþjónustu er óheimilt að sitja í stjórn atvinnufyrirtækja eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti nema að fengnu leyfi stjórnar. Eignarhlutur í fyrirtæki telst þátttaka í atvinnurekstri, nema um sé að ræða óverulegan hlut sem ekki veitir bein áhrif á stjórnun þess.
[Um heimildir framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna fyrirtækisins varðandi þau atriði sem í 1. mgr. greinir fer eftir reglum sem stjórn fyrirtækisins setur og Fjármálaeftirlitið staðfestir.]2)
1)L. 163/2000, 5. gr. 2)L. 99/2000, 9. gr.
[24. gr.]1) Verðbréfafyrirtæki skulu undanþegin stimpilgjöldum á lánum sem þau taka.
1)L. 163/2000, 5. gr.
[IV. kafli. Útboð verðbréfa.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[25. gr. Almennt útboð verðbréfa, hvort heldur í upphaflegri sölu eða síðari sölu, er háð því að útboðslýsing hafi verið gefin út í samræmi við ákvæði laga þessara, sbr. þó 29. gr.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[26. gr. Hafi útboðslýsing verið birt í samræmi við 25. gr. er ekki þörf á að birta nýja útboðslýsingu í tengslum við almennt útboð nema liðnir séu meira en 12 mánuðir frá birtingu útboðslýsingar til fyrsta söludags í nýju útboði eða ef orðið hafa breytingar á högum útgefanda sem ætla má að hafi veruleg áhrif á markaðsverð verðbréfanna.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[27. gr. Sala eða milliganga fyrirtækis í verðbréfaþjónustu á verðbréfum til annarra en fagfjárfesta, sem ekki fellur undir reglur um almennt útboð, er háð því að lagt hafi verið mat á faglega þekkingu, fjárhag og reynslu viðskiptavinar. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er heimilt að synja um milligöngu með verðbréf sem ekki falla undir almennt útboð ef það telur viðskiptavini ekki búa yfir nægjanlegri þekkingu, reynslu eða fjárhagslegum styrk.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[28. gr. Almennt útboð verðbréfa skal fara fram fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækja skv. 8. gr. eða annarra aðila sem til þess hafa heimild í lögum.
Fjármálaeftirlitið skal hafa umsjón með athugun á útboðslýsingum. Þó skulu kauphallir annast athugun á skráningarlýsingum samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða þegar óskað er eftir skráningu í viðkomandi kauphöll, enda sé hún tekin sem gild útboðslýsing. Fjármálaeftirlitið getur falið skipulegum verðbréfamörkuðum að annast athugun á útboðslýsingum öðrum en þeim sem kveðið er á um í 2. málsl.
Seðlabanki Íslands getur sett nánari reglur um fyrsta söludag einstakra almennra útboða í því skyni að draga úr sveiflum í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðinum.
Þóknun fyrir athugun á útboðslýsingum er ákveðin af Fjármálaeftirlitinu eða skipulegum verðbréfamarkaði skv. 2. mgr.
Ráðherra skal setja reglugerð um útboð verðbréfa þar sem m.a. verði kveðið á um aðdraganda að útboðslýsingu og útboðstímabil, efni og tilhögun við dreifingu útboðslýsingar, heimildir Fjármálaeftirlitsins til að veita undanþágur frá birtingu útboðslýsingar að hluta eða öllu leyti, viðvarandi upplýsingaskyldu og skilgreiningu á fagfjárfestum.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[29. gr. Undanþegin ákvæðum 25. gr. eru:
1. Útboð þar sem eitt eða fleiri eftirtalinna tilvika eiga við:
a. Hlutabréf eða samvinnuhlutabréf eru einungis boðin forgangsréttarhöfum í félagi og hömlur eru lagðar á viðskipti með bréfin.
b. Hlutabréf eða samvinnuhlutabréf eru einungis boðin eigendum í félagi, enda séu þeir færri en 50 og hlutafé eða stofnsjóður B-deildar samvinnufélags lægri en 50 milljónir króna.
c. Verðbréf eru boðin tilgreindum afmörkuðum hópi aðila án auglýsingar eða kynningar, enda séu ekki fleiri en 25 aðilar í hópnum.
d. Áætlað heildarsöluverð verðbréfanna nemur ekki meira en fimm milljónum króna, sbr. þó 2. mgr.
e. Hver fjárfestir þarf að reiða af hendi a.m.k. fimm milljónir króna til kaupa á verðbréfunum, sbr. þó 2. mgr.
f. Verðbréf eru boðin fagfjárfestum.
2. Verðbréf af eftirfarandi gerðum:
a. Verðbréf sem gefin eru út að áætluðu markaðsverði a.m.k. fimm milljónir króna hvert, sbr. þó 2. mgr.
b. Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða með starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu.
c. Verðbréf sem gefin eru út í tengslum við yfirtökutilboð.
d. Verðbréf sem gefin eru út í tengslum við samruna fyrirtækja.
e. Jöfnunarhlutabréf og önnur hlutabréf sem hluthafar fá afhent án endurgjalds.
f. Hlutabréf eða verðbréf sem eru ígildi hlutabréfa ef þau eru boðin í skiptum fyrir hlutabréf í sama félagi, hafi boðið á hinum nýju verðbréfum ekki í för með sér hækkun á hlutafé í félaginu.
g. Verðbréf sem vinnuveitandi eða fyrirtæki tengt honum býður eingöngu núverandi eða fyrrverandi fastráðnum starfsmönnum sínum eða verðbréf sem boðin eru fram í þágu þeirra.
h. Verðbréf sem til eru komin vegna breytinga á breytanlegum skuldabréfum eða vegna þess að neytt er réttinda sem kaupréttur að hlut veitir, svo og hlutabréf sem boðin eru í skiptum fyrir skiptanleg skuldabréf, enda hafi útboðslýsing á hinum breytanlegu eða skiptanlegu skuldabréfum, eða þeim skuldabréfum sem kaupréttur að hlut fylgir, verið gefin út á Íslandi.
i. Verðbréf sem gefin eru út af lögaðilum, sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni í þeim tilgangi að afla fjár til framdráttar markmiðum sínum, og lúta ekki að hag sjálfra lögaðilanna.
j. Framseljanleg verðbréf sem gefin eru út af ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu eða eru með ríkisábyrgð.
Fjárhæðir í 1. mgr. skulu aldrei vera lægri en 40 þúsund evrur miðað við opinbert viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands eins og það er skráð á hverjum tíma.]1)
1)L. 163/2000, 6. gr.
[V. kafli. Meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[30. gr. Ákvæði þessa kafla taka til viðskipta með verðbréf sem skráð hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráð á skipulegum verðbréfamarkaði skv. 13. tölul. 2. gr.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[31. gr. Innherjum er óheimilt að:
1. nýta trúnaðarupplýsingar, beint eða óbeint, til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfa,
2. láta þriðja aðila trúnaðarupplýsingar í té, nema það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir,
3. ráðleggja þriðja aðila á grundvelli trúnaðarupplýsinga að afla verðbréfa eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með verðbréfin.
Ákvæði 1. mgr. nær einnig til lögaðila og einstaklinga sem taka þátt í ákvörðun um viðskipti með verðbréf fyrir reikning lögaðilans.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við um viðskipti ríkisins, Seðlabanka Íslands eða aðila sem annast viðskipti fyrir þeirra hönd, enda séu viðskiptin liður í stefnu ríkisins í peningamálum, gengismálum eða lánasýslu.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[32. gr. Fruminnherjar skulu ganga úr skugga um það áður en þeir eiga viðskipti með verðbréf félags, sem þeir eru fruminnherjar í, að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[33. gr. Fruminnherjar skulu tilkynna aðila sem útnefndur hefur verið í samræmi við reglur skv. 37. gr. fyrir fram um fyrirhuguð viðskipti sín eða aðila sem eru fjárhagslega tengdir honum með verðbréf félagsins og jafnóðum og viðskiptin hafa farið fram. Viðkomandi félag skal samdægurs tilkynna um viðskiptin til kauphallar eða skipulegs tilboðsmarkaðar þar sem viðkomandi verðbréf eru skráð eða óskað hefur verið eftir skráningu á þeim.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[34. gr. Kauphöll eða skipulegur tilboðsmarkaður skal birta opinberlega með viðurkenndum hætti upplýsingar um viðskipti fruminnherja sem eru tilkynningarskyld skv. 33. gr., enda uppfylli viðskiptin eftirtalin skilyrði:
1. Markaðsvirði viðskiptanna nemur a.m.k. einni viðskiptalotu, sbr. 6. tölul. 2. gr.
2. Markaðsvirði eignarhlutar eftir viðskipti samsvari tíu viðskiptalotum.
3. Markaðsvirði eignarhlutar eftir viðskipti fer niður fyrir tíu viðskiptalotur.
Í tilkynningu skv. 1. mgr. skal tilgreina:
1. nafn útgefanda verðbréfa,
2. dagsetningu tilkynningar,
3. nafn fruminnherja,
4. tengsl fruminnherja við útgefanda verðbréfa,
5. dagsetningu og stund viðskipta,
6. tegund verðbréfa,
7. hvort um var að ræða kaup eða sölu,
8. nafnverð og gengi í viðskiptum,
9. nafnverð eignarhlutar fruminnherja og fjárhagslega tengdra aðila eftir viðskipti,
10. dagsetningu lokauppgjörs viðskiptanna.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[35. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda skrá yfir innherja skv. a-lið og 1. mgr. b-liðar 5. tölul. 2. gr. í félögum sem skráð eru eða hafa óskað skráningar í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði. Félögin skulu senda Fjármálaeftirlitinu, á því formi sem það ákveður, eftirfarandi upplýsingar:
1. heiti félags,
2. kauphöll eða skipulegan tilboðsmarkað sem félag er skráð á eða hefur óskað skráningar á,
3. nafn, kennitölu og heimilisfang innherja,
4. tengsl innherja við félag,
5. ástæðu skráningar innherja,
6. nöfn aðila sem eru fjárhagslega tengdir innherja.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða nánar á um upplýsingar sem veittar skulu skv. 1. mgr. Allar breytingar á upplýsingum skv. 1. mgr. skulu tilkynntar Fjármálaeftirlitinu samdægurs. Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.
Upplýsingar skv. 1. og 2. mgr. skulu einnig sendar kauphöll eða skipulegum tilboðsmarkaði þar sem verðbréf félags eru skráð eða óskað hefur verið eftir skráningu þeirra.
Upplýsingar um fruminnherja í innherjaskrá Fjármálaeftirlitsins skulu gerðar opinberar með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið ákveður.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[36. gr. Félög sem tilgreint hafa innherja til Fjármálaeftirlitsins skv. 35. gr. skulu tilkynna viðkomandi innherja um það skriflega. Jafnframt skal tilkynna innherja skriflega þegar hann hefur verið tekinn af skránni.
Félög skulu greina innherjum frá þeim réttarreglum sem gilda um innherja og meðferð trúnaðarupplýsinga.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[37. gr. Stjórn félags sem skráð er í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði, eða félags sem óskað hefur eftir skráningu í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði, skal setja reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Í reglunum skal m.a. kveðið á um með hvaða hætti skuli komið í veg fyrir að trúnaðarupplýsingar berist til annarra en þarfnast þeirra vegna starfa sinna, hvernig viðskiptum innherja skuli háttað, hver hafi eftirlit með því innan félagsins að reglunum sé framfylgt og skráningu samskipta sem fram fara á grundvelli reglnanna.
Stjórn viðkomandi félags skal setja sér reglur skv. 1. mgr. og senda þær Fjármálaeftirlitinu og kauphöll eða skipulegum tilboðsmarkaði þar sem verðbréf félagsins eru skráð eða óskað hefur verið skráningar þeirra. Reglurnar skulu staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.
Stjórnvöld og aðrir aðilar sem fá reglulega trúnaðarupplýsingar í starfsemi sinni skulu setja sér reglur samkvæmt þessari grein.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[38. gr. Óheimilt er einstaklingum eða lögaðilum að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndun í verðbréfaviðskiptum.]1)
1)L. 163/2000, 7. gr.
[[VI. kafli.]1) Samningsbundið uppgjör afleiðusamninga.]2)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 99/2000, 11. gr.
[[39. gr.]1) Ákvæði þessa kafla taka til framvirkra vaxtasamninga, vaxta- og gjaldmiðlavalréttarsamninga, framvirkra vaxta- og gjaldmiðlasamninga, vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamninga og annarra afleiðusamninga með gjaldmiðla og vexti.
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að þessi kafli skuli einnig gilda um aðra afleiðusamninga.]2)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 99/2000, 11. gr.
[[40. gr.]1) Skriflegur samningur, einn eða fleiri, milli tveggja aðila um að skyldur þeirra samkvæmt samningum þeim sem nefndir eru í [39. gr.]2) skuli jafnast hver á móti annarri, með skuldajöfnun, við endurnýjun eða við vanefnd, greiðslustöðvun, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti, skal halda gildi sínu að fullu þrátt fyrir ákvæði 91. og 100. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.]3)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr. 3)L. 99/2000, 11. gr.
[[41. gr.]1) Tryggingarréttindum vegna samninga sem nefndir eru í [39. gr.]2) sem sett eru til tryggingar viðskiptum í greiðslujöfnunarstöð í samræmi við þær reglur sem gilda í stöðinni verður ekki rift samkvæmt ákvæði 137. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.]3)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr. 3)L. 99/2000, 11. gr.
[VII. kafli.]1) Eigið fé fyrirtækja í verðbréfaþjónustu.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[42. gr.]1) Eigið fé fyrirtækis í verðbréfaþjónustu, eins og það er skilgreint skv. 2. mgr., skal á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svarar til 8% af áhættugrunni. Áhættugrunnur skal metinn með tilliti til heildareigna, liða utan efnahagsreiknings, gengisáhættu og áhættu annarra liða með markaðsáhættu samkvæmt nánari reglum2) um mat á áhættugrunni til útreiknings á eiginfjárhlutfalli fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem Seðlabanki Íslands setur. Eiginfjárkrafan skv. 1. málsl. skal einnig gilda um samstæðureikning, nema [Fjármálaeftirlitið]3) heimili undanþágu frá því.
Við útreikning á eiginfjárhlutfalli skv. 1. mgr. skal eigið fé samsett af þremur þáttum, eiginfjárþætti A, eiginfjárþætti B og eiginfjárþætti C, og frádráttarliðum skv. [43. gr.]4) Eftirfarandi takmarkanir gilda um einstaka eiginfjárþætti:
1. Eiginfjárþáttur A skal nema að lágmarki helmingi eigin fjár fyrir frádrátt skv. [43. gr.]4)
2. Eiginfjárþáttur B má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A.
3. Eiginfjárþáttur C má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A. Jafnframt má eiginfjárþáttur C hæst nema 4,8% af reiknuðum áhættugrunni fyrirtækisins vegna markaðsáhættu liða í veltubók og gengisáhættu.
Eiginfjárþáttur A telst vera:
1. Innborgað hlutafé.
2. Varasjóðir, yfirverðsreikningur hlutafjár og óráðstafað eigið fé að frádregnu tapi ársins.
3. Endurmatsreikningur samkvæmt verðbólgureikningsskilum.
4. Frá eiginfjárþætti A skal draga eigin hlutabréf, viðskiptavild og aðrar óáþreifanlegar eignir, svo og áfallnar ófærðar skattskuldbindingar sem rýra möguleika fyrirtækisins til að mæta tapi.
Eiginfjárþáttur B telst vera:
1. Víkjandi lán sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu tekur gegn útgáfu sérstakrar skuldaviðurkenningar þar sem skýrt er kveðið á um að endurgreiðslutími lánsins sé eigi skemmri en fimm ár og að við gjaldþrot hlutaðeigandi fyrirtækis eða slit þess fáist það endurgreitt á eftir öllum öðrum kröfum á hendur fyrirtækinu en endurgreiðslu hlutafjár. Þegar fimm ár eru eftir af lánstímanum skal lánið reiknast niður um 20% fyrir hvert ár sem líður af þessum fimm árum. Sé um að ræða lán sem greiðist niður með afborgunum á lánstímanum skal reikna eftirstöðvar hvers árs niður á sambærilegan hátt.
2. Endurmatsreikningur, annar en gert er ráð fyrir í eiginfjárþætti A.
Eiginfjárþáttur C telst vera víkjandi lán til skamms tíma sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu tekur gegn útgáfu sérstakrar skuldaviðurkenningar þar sem skýrt er kveðið á um að endurgreiðslutími lánsins sé eigi skemmri en tvö ár og að við gjaldþrot hlutaðeigandi fyrirtækis eða slit þess fáist það endurgreitt á eftir öllum öðrum kröfum á hendur fyrirtækinu en endurgreiðslu hlutafjár. Jafnframt skal kveðið á um að óheimilt sé að greiða af láninu eða greiða af því vexti ef eiginfjárhlutfall hlutaðeigandi fyrirtækis er lægra en 8% eða ef endurgreiðsla höfuðstóls eða greiðsla vaxta veldur því að eiginfjárhlutfallið fer niður fyrir 8%. Tilkynna skal [Fjármálaeftirlitinu]3) ef slík greiðsla veldur því að eiginfjárhlutfallið fer niður fyrir 10%. Við mat á eiginfjárþætti C getur [Fjármálaeftirlitið]3) jafnframt heimilað einstökum fyrirtækjum að tekið sé tillit til hagnaðar af veltubókarviðskiptum að frádreginni fyrirsjáanlegri gjaldfærslu eða arði og að frádregnu nettótapi af annarri starfsemi, enda sé engin þessara fjárhæða meðtalin í eiginfjárþætti A.
[Fjármálaeftirlitið]3) getur veitt heimild til að flýta endurgreiðslu víkjandi lána æski lánveitandi þess, enda hafi slíkt ekki áhrif á viðunandi eiginfjárstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis.
Þrátt fyrir ákvæði 1.–5. mgr. skal eigið fé fyrirtækis í verðbréfaþjónustu aldrei nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði síðasta reikningsárs. [Fjármálaeftirlitið]3) getur heimilað undanþágu frá þessari kröfu ef grundvallarbreyting hefur orðið á starfsemi félagsins milli ára. Á fyrsta starfsári fyrirtækis í verðbréfaþjónustu skal eigið fé þess ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði samkvæmt rekstraráætlun starfsársins. [Fjármálaeftirlitið]3) getur krafist þess að gerð sé breyting á rekstraráætluninni ef það telur að hún gefi ekki rétta mynd af þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er.
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skal á hverjum tíma hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættum, þar með talinni vaxtaáhættu, í tengslum við öll viðskipti sín. [Fjármálaeftirlitið]3) getur sett leiðbeinandi reglur um eftirlitskerfi vegna áhættuþátta í starfsemi slíkra fyrirtækja.
Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins]5) að ákveða í reglugerð5) að aðrir liðir en greindir eru í 3.–5. mgr. teljist með eigin fé fyrirtækis í verðbréfaþjónustu.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)Rg. 348/1996, sbr. 118/1997, 53/1999, 275/1999 og 684/2000. 3)L. 84/1998, 1. gr. 4)L. 163/2000, 8. gr. 5)Rg. 852/2000, sbr. 964/2000.
[43. gr.]1) Frá eigin fé skv. 2. mgr. [42. gr.]2) skal draga bókfært virði á eignarhlutum fyrirtækis í verðbréfaþjónustu í félögum og fyrirtækjum sem það kann að eignast með heimild í [22. gr.]2) Jafnframt skal draga frá víkjandi lán sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hefur veitt slíkum félögum eða fyrirtækjum. Frádráttur skal vera í samræmi við eftirfarandi ákvæði í 1.–3. tölul.:
1. Eignarhlutur í félögum þar sem eignarhlutir hlutaðeigandi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu nema meira en 10% af hlutafé viðkomandi félaga. Enn fremur víkjandi lán hjá sömu félögum.
2. Eignarhlutur í félagi sem fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hefur eignast tímabundið vegna endurskipulagningar þess félags skal ekki dragast frá.
3. Eignarhlutur í félögum þar sem eignarhlutur fyrirtækis í verðbréfaþjónustu nemur allt að 10% af hlutafé viðkomandi félaga. Frádrátturinn takmarkast við þá heildarfjárhæð eignarhluta og víkjandi lána sem er umfram 10% af eigin fé fyrirtækisins eins og það er reiknað skv. 2. mgr. [42. gr.]2) fyrir frádrátt samkvæmt þessari grein.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr.
[VIII. kafli.]1) Ársreikningar og endurskoðun.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[44. gr.]1) Stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækis í verðbréfaþjónustu skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við ákvæði laga og samþykkta. Ársreikningur skal hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar. Enn fremur skal semja skýrslu stjórnar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar mynda eina heild. Reikningsár fyrirtækjanna er almanaksárið.
Ársreikningur skal undirritaður af stjórn og framkvæmdastjóra. Telji stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri að ekki skuli samþykkja ársreikning eða hefur mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skal hann gera grein fyrir því í áritun sinni.
Framsetning ársreiknings skal vera með skýrum hætti og í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim og góða reikningsskilavenju. Ársreikningur skal gefa glögga mynd af eignum, skuldum, fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu fyrirtækisins.
Í skýrslu stjórnar skal koma fram yfirlit yfir starfsemi fyrirtækisins á árinu, svo og upplýsingar um atriði sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu hlutaðeigandi fyrirtækis og afkomu þess á rekstrarárinu og ekki koma fram í ársreikningnum.
[Fjármálaeftirlitinu]2) er heimilt að setja nánari reglur3) um gerð ársreiknings að höfðu samráði við reikningsskilaráð.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)Rg. 19/1998.
[45 gr.]1) Endurskoðandi skal árita ársreikning og greina frá niðurstöðum endurskoðunarinnar. Hann skal gefa yfirlýsingu um að ársreikningurinn hafi verið endurskoðaður og að hann hafi verið saminn í samræmi við ákvæði laga, reglna og samþykkta. Endurskoðandi skal láta í ljós álit sitt á ársreikningnum og greina frá niðurstöðum að öðru leyti.
Telji endurskoðandi að í ársreikningi séu ekki þær upplýsingar sem þar eiga að koma fram skal hann geta þess í áritun sinni og veita viðbótarupplýsingar ef þess er kostur. Ef skýrsla stjórnar hefur ekki að geyma þær upplýsingar sem ber að veita eða er ekki í samræmi við ársreikning skal endurskoðandi vekja athygli á því í áritun sinni. Að öðru leyti getur endurskoðandi greint frá þeim atriðum í áritun sinni sem hann telur eðlilegt að fram komi í ársreikningi.
Verði endurskoðandi var við slíka ágalla í rekstri fyrirtækis í verðbréfaþjónustu að reikningar verði ekki áritaðir eða athugasemdir við þá gerðar, ágalla á innra eftirliti eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu fyrirtækisins til áframhaldandi reksturs, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög og reglugerðir eða reglur sem gilda um fyrirtækið hafi verið brotnar, skal endurskoðandi þegar gera stjórn þess og [Fjármálaeftirlitinu]2) viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við það. Ákvæði þessarar greinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðenda skv. [66. gr.]3) laga þessara eða ákvæðum annarra laga.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)L. 163/2000, 8. gr.
[46. gr.]1) Endurskoðaður ársreikningur fyrirtækis í verðbréfaþjónustu ásamt skýrslu stjórnar skal sendur [Fjármálaeftirlitinu]2) innan tíu daga frá undirritun stjórnar og framkvæmdastjóra en eigi síðar en þremur mánuðum eftir lok reikningsárs. Jafnframt er fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skylt að láta Seðlabanka Íslands í té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda vegna hagskýrslugerðar, sbr. ákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Upplýsingar þessar skulu vera í aðgengilegu formi og taka mið af upplýsingakerfi viðkomandi fyrirtækis eins og kostur er.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[47. gr.]1) Hafi stjórn eða framkvæmdastjóri fyrirtækis í verðbréfaþjónustu ástæðu til að ætla að eigið fé þess sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í [42. gr.]2) ber þeim að tilkynna það [Fjármálaeftirlitinu].3) Sambærileg skylda hvílir á endurskoðanda hlutaðeigandi fyrirtækis hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur þess hafi ekki rækt skyldu sína skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.
Ef [Fjármálaeftirlitinu]3) berst tilkynning skv. 1. mgr. eða telur af öðru tilefni ástæðu til að ætla að eigið fé fyrirtækis í verðbréfaþjónustu sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í [42. gr.]2) skal það krefja stjórn fyrirtækisins þegar í stað um reikningsuppgjör sem henni ber að afhenda innan hæfilegs frests.
Komi fram í reikningsuppgjöri að hætti 2. mgr. að eigið fé fyrirtækisins fullnægi ekki ákvæðum [42. gr.]2) skal stjórn þess án tafar boða til fundar hluthafa til ákvörðunar og afhenda síðan [Fjármálaeftirlitinu]3) greinargerð þar sem fram kemur til hverra ráðstafana hún hyggst grípa af þessu tilefni. Skal [Fjármálaeftirlitið]3) þegar afhenda ráðherra endurskoðað reikningsuppgjör og greinargerð stjórnar fyrirtækisins ásamt umsögn sinni.
Þegar ráðherra hafa borist gögn skv. 3. mgr. er honum heimilt að veita hlutaðeigandi fyrirtæki frest í allt að sex mánuði til þess að auka eigið fé að lágmarki skv. [42. gr.]2) Séu til þess ríkar ástæður að mati ráðherra er honum heimilt að framlengja þennan frest í allt að sex mánuði til viðbótar.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr. 3)L. 84/1998, 1. gr.
[48. gr.]1) [Fjármálaeftirlitið]2) getur látið framkvæma sérstaka endurskoðun hjá fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og ráðið til þess löggiltan endurskoðanda. [Fjármálaeftirlitinu]2) er heimilt að láta hlutaðeigandi fyrirtæki bera kostnaðinn af slíkri endurskoðun.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[IX. kafli.]1) Starfsemi innlendra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu erlendis.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[49. gr.]1) Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, sem hlotið hafa starfsleyfi viðskiptaráðherra skv. 3. gr. og hyggjast starfrækja útibú í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, skulu tilkynna það [Fjármálaeftirlitinu].2) Tilkynningu skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
1. í hvaða ríki fyrirhugað sé að stofna útibú,
2. lýsing á skipulagi útibúsins og fyrirhugaðri starfsemi,
3. heimilisfang útibúsins,
4. nöfn stjórnenda þess.
Eigi síðar en þremur mánuðum eftir að [Fjármálaeftirlitið]2) hefur móttekið upplýsingar skv. 1. mgr. skal það senda staðfestingu til lögbærra yfirvalda gistiríkis á að fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins. Jafnframt skal [Fjármálaeftirlitið]2) senda lögbærum yfirvöldum gistiríkis nákvæmar upplýsingar um bótakerfi sem verndar viðskiptavini útibúsins. Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtímis tilkynnt að framangreindar upplýsingar hafi verið sendar.
[Fjármálaeftirlitið]2) getur hafnað beiðni um að senda upplýsingar skv. 2. mgr. telji það ástæðu til að efast um að stjórnunarleg uppbygging og fjárhagsstaða fyrirtækisins sé nægilega traust til að réttlæta stofnun útibús skv. 1. mgr. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða [Fjármálaeftirlitsins]2) svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku upplýsinga skv. 1. mgr.
Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skal tilkynna [Fjármálaeftirlitinu]2) og lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem það starfrækir útibú um hverjar þær breytingar sem verða kunna á áður veittum upplýsingum skv. 1. mgr. eigi síðar en einum mánuði áður en fyrirhugaðar breytingar koma til framkvæmda.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[50. gr.]1) Hyggist fyrirtæki í verðbréfaþjónustu veita þjónustu samkvæmt lögum þessum í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að stofna þar útibú skal tilkynna það [Fjármálaeftirlitinu].2) Í tilkynningu skal koma fram hvaða ríki eigi í hlut og í hverju fyrirhuguð starfsemi sé fólgin.
Eigi síðar en einum mánuði frá því að [Fjármálaeftirlitið]2) hefur móttekið tilkynningu skv. 1. mgr. framsendir það upplýsingar til lögbærra yfirvalda í viðkomandi ríki ásamt staðfestingu á því að starfsleyfi fyrirtækisins heimili fyrirhugaða starfsemi.
Breytingar á áður tilkynntum atriðum samkvæmt þessari grein skulu tilkynntar [Fjármálaeftirlitinu]2) og lögbærum yfirvöldum viðkomandi ríkis eigi síðar en einum mánuði áður en þær koma til framkvæmda.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[51. gr.]1) Hyggist fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hefja starfsemi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal það tilkynnt [Fjármálaeftirlitinu].2) Sé um að ræða stofnun útibús skulu fylgja tilkynningu upplýsingar skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. [49. gr.]3) Sé um að ræða fyrirhugaða starfsemi án stofnunar útibús skulu upplýsingar skv. 1. mgr. [50. gr.]3) fylgja tilkynningu. Um málsmeðferð að öðru leyti fer skv. 2.–4. mgr. [49. gr.]3) eða 2.–3. mgr. [50. gr.]3) eftir því sem við á.
[Fjármálaeftirlitinu]2) er heimilt að óska frekari upplýsinga samkvæmt þessari grein.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)L. 163/2000, 8. gr.
[52. gr.]1) Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um starfsemi innlendra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu erlendis.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[X. kafli.]1) Starfsemi erlendra fyrirtækja í verbréfaþjónustu hér á landi.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[53. gr.]1) Erlend fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, geta stofnsett útibú hér á landi tveimur mánuðum eftir að [Fjármálaeftirlitið]2) hefur fengið tilkynningu þess efnis frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki hlutaðeigandi fyrirtækis. Útibúi er heimilt að stunda hverja þá starfsemi sem lög þessi taka til, enda sé hún fyrirtækinu heimil í heimaríki þess.
[Fjármálaeftirlitið]2) aflar upplýsinga frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki erlenda fyrirtækisins um:
1. lýsingu á skipulagi fyrirtækisins og fyrirhugaðri starfsemi þess hér á landi,
2. staðfestingu á að fyrirhuguð starfsemi sé heimiluð í heimaríki,
3. heimilisfang útibúsins,
4. nöfn stjórnenda,
5. bótakerfi sem ætlað er að vernda viðskiptamenn útibúsins.
Verði breytingar á áður tilkynntum upplýsingum skv. 2. mgr. skal fyrirtækið tilkynna þær til [Fjármálaeftirlitsins]2) eigi síðar en einum mánuði áður en breytingarnar koma til framkvæmda.
Ákvæði laga um hlutafélög varðandi útibú erlendra hlutafélaga eiga ekki við um útibú skv. 1. mgr.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[54. gr.]1) Erlendum fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, er heimilt að veita þjónustu samkvæmt lögum þessum hér á landi án stofnunar útibús þegar [Fjármálaeftirlitið]2) hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki fyrirtækisins. Heimildir til að veita þjónustu hér á landi samkvæmt þessu ákvæði verða þó aldrei víðtækari en starfsheimildir fyrirtækis í heimaríki þess.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um starfsemi fyrirtækja sem um getur í 1. mgr.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[55. gr.]1) Erlend fyrirtæki í verðbréfaþjónustu geta notað sama heiti og notað er í heimaríki þeirra. Sé hætta á að villst verði á nöfnum innlendra og erlendra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem starfa hér á landi getur [Fjármálaeftirlitið]2) farið fram á að nöfn hinna síðarnefndu verði auðkennd sérstaklega.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[56. gr.]1) Ráðherra getur, að fenginni tillögu [Fjármálaeftirlitsins],2) heimilað fyrirtæki í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins að opna útibú hér á landi eða veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús. Skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis er að fyrirtækið hafi leyfi til að stunda hliðstæða starfsemi í heimaríki sínu við þá sem það hyggst stunda hér á landi, sbr. 8. og 9. gr., og að starfsemi þess í heimaríkinu sé háð eftirliti.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um starfsemi fyrirtækja sem um getur í 1. mgr.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[XI. kafli.]1) Samruni fyrirtækja í verðbréfaþjónustu.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[57. gr.]1) Um samruna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fer samkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög eða einkahlutafélög eftir því sem við á. Jafnframt skal liggja fyrir samþykki ráðherra að fenginni umsögn [Fjármálaeftirlitsins].2)
Starfi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu erlendis skal tilkynna lögbærum yfirvöldum hlutaðeigandi ríkis um samruna.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[58. gr.]1) Við sérstakar aðstæður og að fengnu samþykki [Fjármálaeftirlitsins]2) er heimilt að við samruna tveggja eða fleiri fyrirtækja í verðbréfaþjónustu verði eigið fé hins sameinaða fyrirtækis lægra en kveðið er á um í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. Eigið fé má þó ekki lækka frá því sem það er við samruna. Fari eigið fé niður fyrir þá fjárhæð er [Fjármálaeftirlitinu]2) heimilt að veita hlutaðeigandi fyrirtæki hæfilegan frest til úrbóta. Uppfylli fyrirtækið ekki skilyrði um eigið fé að þeim fresti liðnum skal starfsleyfi þess afturkallað skv. [XIII. kafla]3) og því slitið skv. [XII. kafla].3)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)L. 163/2000, 8. gr.
[XII. kafli.]1) Slit fyrirtækja í verðbréfaþjónustu.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[59. gr.]1) Um slit fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fer samkvæmt lögum um gjaldþrot o.fl. og lögum um hlutafélög eða einkahlutafélög eftir því sem við á.
Slíta ber fyrirtæki í verðbréfaþjónustu ef ráðherra synjar fyrirtækinu um frest skv. 4. mgr. [47. gr.]2) eða frestur samkvæmt því ákvæði er á enda án þess að fyrirtækinu hafi tekist að auka eigið fé fram yfir það lágmark sem kveðið er á um í [42. gr.]2)
Þegar skylt er að slíta fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skv. 1. mgr. skal ráðherra senda héraðsdómara á varnarþingi hlutaðeigandi fyrirtækis kröfu um að bú þess verði tekið til skipta. Þegar héraðsdómari hefur kannað hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir kröfunni skal hann kveða upp úrskurð um hvort orðið skuli við henni.
Sé krafa skv. 3. mgr. tekin til greina skal farið með búið eftir fyrirmælum laga um skipti á dánarbúum o.fl. um meðferð dánarbús þar sem erfingjar taka ekki á sig ábyrgð á skuldbindingum hins látna að öðru leyti en því að hluthafar njóta ekki þeirrar stöðu sem erfingjar njóta við slík skipti fyrr en leitt er í ljós eftir lok kröfulýsingarfrests að eignir búsins muni hrökkva fyrir skuldum.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr.
[XIII. kafli.]1) Afturköllun starfsleyfa.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[60. gr.]1) Ráðherra skal afturkalla starfsleyfi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins]:2)
1. hafi leyfisveiting byggst á röngum skýrslum eða upplýsingum frá leyfishafa eða verið aflað með öðrum ólögmætum hætti,
2. uppfylli fyrirtækið ekki ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. um hlutafé eða eigið fé eða skilyrði 1. mgr. [42. gr.],3) enda hafi eigið fé ekki verið fært í lögmælt horf innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 4. mgr. [47. gr.],3)
3. brjóti fyrirtækið með alvarlegum hætti eða ítrekað gegn lögum þessum, reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim,
4. séu aðstæður með þeim hætti sem greinir í 2. mgr. 12. gr. um hæfi hluthafa eða 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. um hæfi stjórnarmanna,
5. hafi bú fyrirtækisins verið tekið til gjaldþrotaskipta eða fyrirtækinu slitið af öðrum ástæðum,
6. sé það mat [Fjármálaeftirlitsins]2) að náin tengsl fyrirtækis í verðbréfaþjónustu við einstaklinga eða lögaðila geti hindrað það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum. Sama á við ef lög eða reglur, sem um þá aðila gilda, hindra eðlilegt eftirlit. Starfsleyfi verður þó aðeins afturkallað að [Fjármálaeftirlitið]2) hafi gert athugasemdir við hlutaðeigandi banka eða sparisjóð áður og gefið fyrirtækinu kost á að leysa úr málinu.
Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal hlutaðeigandi fyrirtæki veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé þess kostur.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr. 3)L. 163/2000, 8. gr.
[61. gr.]1) Standi yfir opinber rannsókn vegna meints brots fyrirtækis í verðbréfaþjónustu á ákvæðum laga þessara, reglugerðum, reglum eða samþykktum er ráðherra heimilt, að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins],2) að svipta hlutaðeigandi fyrirtæki starfsleyfi um stundarsakir. Skal þá ráðherra skipa fyrirtækinu umsjónaraðila til bráðabirgða sem gera skal ráðstafanir sem miða að því að tryggja hag viðskiptavina þess.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[62. gr.]1) Afturköllun á starfsleyfi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu skal tilkynnt stjórn hlutaðeigandi fyrirtækis og rökstudd skriflega. Birta skal tilkynningu um afturköllun í Lögbirtingablaði og auglýsa hana í fjölmiðlum. Hafi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu starfað erlendis, sbr. ákvæði [IX. kafla],2) skal afturköllun einnig tilkynnt lögbærum yfirvöldum í viðkomandi ríki.
Afturkalli ráðherra starfsleyfi fyrirtækis í verðbréfaþjónustu endanlega skal fyrirtækinu slitið.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr.
[XIV. kafli.]1) Eftirlit.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[63. gr.]1) [Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi fyrirtækja í verðbréfaþjónustu hér á landi, svo og starfsemi innlendra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu erlendis, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Skal Fjármálaeftirlitið hafa aðgang að öllum gögnum og upplýsingum hjá þessum aðilum sem að þess mati eru nauðsynleg vegna eftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu skv. 12.–14. gr. og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá dótturfyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum eða öðrum aðilum sem teljast í nánum tengslum við fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með viðkomandi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu.
Telji Fjármálaeftirlitið að starfsemi samkvæmt lögum þessum sé stunduð án tilskilinna leyfa getur það krafist gagna og upplýsinga hjá viðkomandi aðilum sem nauðsynleg eru til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Getur það krafist þess að slíkri starfsemi sé hætt þegar í stað. Jafnframt er því heimilt að birta opinberlega nöfn aðila sem taldir eru bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa.
[Fjármálaeftirlitið getur aflað upplýsinga um framkvæmd útboðs hjá aðila sem býður fram verðbréf í útboði. Telji Fjármálaeftirlitið að ekki hafi verið farið að reglum um almennt útboð verðbréfa getur það stöðvað útboðið og veitt frest til úrbóta, sé þess kostur. Fjármálaeftirlitið getur birt opinberlega yfirlýsingu um umrætt mál og lagt á aðila dagsektir samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.]2)
Hafi Fjármálaeftirlitið rökstudda ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn ákvæðum [V. kafla]3) laga þessara skal því heimilt að krefja einstaklinga og lögaðila, þar á meðal opinberar stofnanir, um allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg til rannsóknar málsins.
Um eftirlit með fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu gilda að öðru leyti ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Heimilt er að beita ákvæðum þeirra laga um dagsektir, stjórnvaldssektir og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit samkvæmt þessari grein.]4)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 9. gr. 3)L. 163/2000, 8. gr. 4)L. 11/2000, 14. gr.
[64. gr.]1) Við framkvæmd eftirlits með starfsemi erlendra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu hér á landi skal [Fjármálaeftirlitið]2) hafa samráð við lögbær yfirvöld í heimaríki viðkomandi fyrirtækis í samræmi við lög og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[XV. kafli.]1) Ýmis ákvæði.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[65. gr.]1) [Fjármálaeftirlitið]2) skal halda sérstaka skrá yfir fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem hlotið hafa starfsleyfi hér á landi, svo og erlend fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem starfa eða veita þjónustu hér á landi. Í skránni skulu koma fram nöfn stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og endurskoðenda fyrirtækisins. Jafnframt skulu koma fram upplýsingar um starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækis.
[Fjármálaeftirlitinu]2) er heimilt að kveða nánar á um upplýsingar sem veittar skulu samkvæmt 1. mgr. Breytingar á áður tilkynntum atriðum skulu þegar tilkynntar [Fjármálaeftirlitinu].2)
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 84/1998, 1. gr.
[66. gr.]1) Eigendur, stjórnendur, framkvæmdastjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn fyrirtækja í verðbréfaþjónustu eru bundnir þagnarskyldu um öll viðskipti sem fyrirtækin annast eða hafa milligöngu um, svo og allt það er varðar hagi viðskiptamanna fyrirtækjanna og þeir öðlast vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að skylt sé að veita upplýsingar fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[67. gr.]1) Kostnaður við birtingu tilkynninga samkvæmt lögum þessum skal greiddur af hlutaðeigandi fyrirtæki.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[68. gr.]1) Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd laga þessara. Honum er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd þeirra með reglugerð,2) þar á meðal um viðurlög í formi dagsekta.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)Rg. 506/2000.
[XVI. kafli.]1) Viðurlög.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[69. gr.]1) Brot gegn lögum þessum varða sektum eða fangelsi allt að einu ári, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlögum. Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda.
Brot gegn ákvæðum [V. kafla]2) varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Jafnframt er heimilt að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur með broti gegn ákvæðum [V. kafla].2)
Tilraun til og hlutdeild í brotum á lögum þessum eru refsiverðar eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
1)L. 163/2000, 7. gr. 2)L. 163/2000, 8. gr.
[XVII. kafli.]1) Gildistaka og brottfallin lög.
1)L. 163/2000, 7. gr.
[70. gr.]1) Lög þessi öðlast þegar gildi. …
1)L. 163/2000, 7. gr.
Ákvæði til bráðabirgða. …