Tilkynningar um þingmenn

12.4.2024 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Hanna Katrín Friðriksson, Eyjólfur Ármannsson og Eva Dögg Davíðsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 15. apríl. Þá víkja varamenn þeirra, María Rut Kristinsdóttir, Sigurjón Þórðarson og René Biasone, af þingi. Indriði Ingi Stefánsson tekur sæti á Alþingi sama dag sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Katrín Sif Árnadóttir tekur sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Jakob Frímann Magnússon þriðjudaginn 16. apríl.

Lesa meira

5.4.2024 : Varamenn taka sæti

María Rut Kristinsdóttir, Sigurjón Þórðarson og René Biasone taka sæti á Alþingi mánudaginn 8. apríl sem varamenn fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, Eyjólf Ármannsson og Evu Dögg Davíðsdóttir. Eva Dögg hlýtur jafnframt fast sæti á Alþingi í stað Katrínar Jakobsdóttur sem hefur afsalað sér þingmennsku.

Lesa meira

22.3.2024 : Aðalmenn taka sæti

Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson taka sæti á ný á Alþingi laugardaginn 23. mars. Víkja þá varaþingmenn þeirra, Halldóra K. Hauksdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Kristinn Rúnar Tryggvason, Rafn Helgason og Sigurjón Þórðarson af þingi.

Lesa meira

15.3.2024 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi föstudaginn 15. mars og víkur þá varamaður hennar Eva Sjöfn Helgadóttir af þingi. Bergþór Ólason, Ásmundur Einar Daðason og Jódís Skúladóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 18. mars og víkja þá varamenn þeirra, Hákon Hermannsson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Kári Gautason. 

Lesa meira

8.3.2024 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 11. mars. Þá víkur varaþingmaður hennar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir af þingi. Jafnframt taka Brynja Dan Gunnarsdóttir, Kári Gautason og Hákon Hermannsson sæti á Alþingi sem varamenn fyrir Ásmund Einar Daðason, Jódísi Skúladóttur og Bergþór Ólason mánudaginn 11. mars.

Lesa meira

4.3.2024 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Jódís Skúladóttir tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 4. mars og víkur þá varamaður hennar, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, af þingi. Þá taka Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir sæti sem varamenn fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

26.2.2024 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Andrés Ingi Jónsson, Dagbjört Hákonardóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 26. febrúar. Þá víkja varamenn þeirra, Valgerður Árnadóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Friðrik Már Sigurðsson af þingi. Þá tekur Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Jódísi Skúladóttur og víkur þá Kári Gautason af þingi. 

Lesa meira

19.2.2024 : Varamenn taka sæti

Valgerður Árnadóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Friðrik Már Sigurðsson taka sæti á Alþingi mánudaginn 19. febrúar sem varaþingmenn fyrir Andrés Inga Jónsson, Dagbjörtu Hákonardóttur og Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

Lesa meira

15.2.2024 : Aðalmaður tekur sæti

Jóhann Páll Jóhannsson tekur sæti á Alþingi á ný föstudaginn 16. febrúar. Þá víkur varamaður hans Magnús Árni Skjöld Magnússon af þingi. 

Lesa meira

9.2.2024 : Aðalmenn taka sæti

Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Teitur Björn Einarsson, og Þórunn Sveinbjarnardóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 12. febrúar. Þá víkja varamenn þeirra, Sigþrúður Ármann, Inger Erla Thomsen, Guðrún Sigríður Ágústsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson, af þingi. 

Lesa meira