Þingskapanefnd

Nefndarritari

Elín Valdís Þorsteinsdóttir lögfræðingur

Endurskoðun þingskapa

Á 150. löggjafarþingi (2019–2020) óskaði forseti Alþingis eftir tilnefningum allra þingflokka í þingskapanefnd. Nefndinni er ætlað að vinna að endurskoðun þingskapa Alþingis. Forseti Alþingis stýrir störfum nefndarinnar.

Þingskapanefndir hafa oftlega verið settar á fót í tengslum við breytingar á þingsköpum, t.d. starfaði þingskapanefnd á 19. þingi árið 1905. Þessar nefndir hafa ýmist haft það hlutverk að semja tillögur að frumvarpi um breytingar á þingsköpum eða fara yfir frumvörp sem lögð hafa verið fram á þinginu um breytt þingsköp.