Alþingishús-aðgengi

Símanúmer og opnunartími skrifstofu Alþingis

Símanúmer skrifstofu Alþingis er 563 0500. Skrifstofa Alþingis er opin kl. 9-17 þegar þing er að störfum en  kl. 8-16 á sumrin. Skrifstofa í Alþingishúsinu er opin meðan þingfundir standa. Aðalinngangur í Alþingishús er um Skála, Kirkjustræti 12 (merkt A á korti).

Gestir í Alþingishúsi

Almenningi er heimilt að koma í Alþingishúsið, hvort heldur til að hitta þingmenn eða til að hlýða á umræður á þingpöllum. Ef gestir spyrja um þingmann færir þingvörður honum boð og þarf þingmaður að koma í anddyri ef hann vill ræða við gestinn.

Þingpallar

Þingpallar eru öllum opnir á meðan þingfundur stendur. Þingfundir samkvæmt starfsáætlun eru fjóra daga vikunnar og hefjast þeir kl. 15 á mánudögum, 13:30 á þriðjudögum, 15 á miðvikudögum og 10:30 á fimmtudögum.

Þingpallarnir eru á þriðju hæð Alþingishússins og er gengið inn frá Templarasundi (merkt B á korti).

Kortið sýnir innganga í Alþingishúsið og á nefndasviði

Öryggiseftirlit

Töskur og annan handfarangur gesta sem koma á þingpalla skal setja í vörslu hjá þingvörðum meðan dvalist er á þingpöllum. Til þess að koma í veg fyrir að óheimilir hlutir séu hafðir með á þingpalla skulu gestir og farangur þeirra, svo sem yfirhafnir, töskur, innihald vasa og skartgripir skimaðir í málmleitarhliði. Nánar um aðgengi og leit má lesa í reglum um aðgengi gesta að þingpöllum.