Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 103 . mál.


Ed.

486. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1989.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (EG, VS, JE, MF).



1.     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
.      Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 5.135.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt að taka lán innan lands að fjárhæð allt að 5.300.000 þús. kr.
2.     Við 3. gr. Fyrir „1.000.000“ komi: 1.060.000.
3.     Við 5. gr.
. a.     Fyrir „144.000“ í 1. tölul. komi: 155.000.
. b.     Fyrir „15.000“ í 2. tölul. komi: 16.000.
. c.     Fyrir „14.000“ í 3. tölul. komi: 15.000.
. d.     Fyrir „34.000“ í 4. tölul. komi: 36.000.
. e.     Fyrir „24.000“ í 5. tölul. komi: 25.000.
. f.     Á eftir 5. tölul. komi nýr töluliður sem orðist svo:
..      Hitaveita Suðureyrar, lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 60.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
. g.     Fyrir „24.000“ í 6. tölul., er verði 7. tölul., komi: 23.000.
4.     Á eftir 5. gr. komi ný grein sem orðist svo:
.      Hríseyjarhreppi er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 35.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til kaupa á notaðri ferju til siglinga á Eyjafirði.
5.     Við 6. gr. er verði 7. gr. Í stað „550.000“ komi: 900.000.
6.     Við 7. gr. er verði 8. gr. Í stað „500.000“ komi: 350.000.
7.     Á eftir 7. gr., er verði 8. gr., komi fimm nýjar greinar sem orðist svo:
. a.     (9. gr.)
..      Fiskveiðasjóði er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 1.200.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
. b.     (10. gr.)
..      Iðnþróunarsjóði er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð 150.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
. c.     (11. gr.)
..      Iðnlánasjóði er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð 350.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
. d.     (12. gr.)
..      Útflutningslánasjóði er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð 50.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
. e.     (13. gr.)
..      Framleiðnisjóði landbúnaðarins er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 60.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt sem varið verði til sérstakrar endurskipulagningar á fjárhag og rekstri loðdýrabúa.
8.     Við 8. gr. er verði 14. gr. Fyrir „85.000“ komi: 110.000.
9.     Við 10. gr. er verði 16. gr. Fyrir „3.–9. gr.“ komi: 3.–15. gr.
10.     Við 19. gr. er verði 25. gr. Greinin orðist svo:
.      Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. gr. laga nr. 32/1979, um framlög ríkissjóðs til greiðslu kostnaðar af forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, falla þær greiðslur niður á árinu 1989. Þess í stað skal sá hluti framleiðendagjalds, sbr. 2. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, sem tekinn hefur verið inn í verðlag búvara, ganga til greiðslu kostnaðar við forfallaþjónustuna eftir nánari ákvörðun landbúnaðarráðherra.
11.     Við 22. gr. Greinin falli brott.
12.     Við 26. gr. er verði 31. gr. Fyrir „600.000“ komi: 680.000.
13.     Á eftir 27. gr., er verði 32. gr., komi ný grein sem orðist svo:
.      Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. gr. laga nr. 34/1982, um Listskreytingasjóð ríkisins, skal framlag ríkissjóðs til Listskreytingasjóðs ríkisins eigi vera hærra en 6.000 þús. kr.
14.     Við 28. gr. er verði 34. gr. Fyrir „15.000“ komi: 21.000.
15.     Við 35. gr. Greinin falli brott.
16.     Við 36. gr. er verði 41. gr. Fyrir „600.000“ komi: 900.000.