Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 318 . mál.


Sþ.

579. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um meðferð Olís-málsins í Landsbanka Íslands.

Frá Hreggviði Jónssyni.



    Telur viðskiptaráðherra að meðferð bankastjóra Landsbanka Íslands á Olís-málinu svokallaða sé í samræmi við lög um bankastarfsemi eða til þess fallið að auka trú manna á þjóðbankanum?
    Hefur bankaeftirlitið gert athugasemdir við útlán Landsbanka Íslands til fleiri fyrirtækja en Olís hf.? Ef svo er, hve mörg eru þau og hve háar fjárhæðir skulda þau hvert fyrir sig?
    Hve mörg fyrirtæki skulda Landsbanka Íslands meira en 50 millj. kr. og hve háar fjárhæðir skulda þau tíu fyrirtæki sem skulda bankanum mest, hvert fyrir sig?



Skriflegt svar óskast.